Ofurlaun 12. ágúst 2006 08:45 Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira