Árás á stúlku á leið í vinnu 11. ágúst 2006 06:15 Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira