Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum 10. ágúst 2006 08:00 LEIKSKÓLASTARF. Erfitt getur reynst að taka við börnum af biðlista í haust ef ekki tekst að fullmanna leikskólana. MYND/vilhelm Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira