Varlega verði farið í skattabreytingar 10. ágúst 2006 07:30 Geir H. haarde Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“ Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“
Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira