Kaupendur í betri stöðu en seljendur 8. ágúst 2006 08:00 Mynd/Stefán Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan." Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan."
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira