Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann 5. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir Stjórnvöld hafa að undanförnu gripið til þess ráðs að draga úr opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. MYND/Stefán Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar. Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar.
Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira