Maður á fertugsaldri var mældur á tæplega 160 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Fífuhvammsveg, rétt hjá Smáralindinni í Kópavogi, í fyrradag. Maðurinn var stöðvaður um tíu leytið um morguninn í töluverðri umferð.
„Þetta ber vott um vítavert kæruleysi og er með öllu óþolandi,“ sagði lögreglumaður í Kópavogi sem blaðamaður hafði samband við.
Á einum sólarhring voru um þrjátíu ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Kópavogslögreglunnar.