Í dag hefst IV. alþjóðlega Grænlandsmótið, Flugfélagsmótið 2006, í Tasiilaq á Grænlandi. Er mótið hápunktur skákhátíðar sem Hrókurinn ásamt stuðningsaðilum hefur staðið fyrir á Austur-Grænlandi síðan á þriðjudag.
Mótið stendur yfir á sunnudag og eru hátt í þrjátíu íslenskir skákmenn á öllum aldri skráðir til leiks auk harðsnúinnar sveitar heimamanna.
„Það má segja að það sem standi upp úr í ár sé að Grænlendingar eru núna farnir að þekkja skákina sem kemur fram í mikilli þátttöku og gríðarlegum áhuga, “ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.