Tvöfalt dýrari íbúðalán 3. ágúst 2006 05:30 Séð yfir Reykjavík. Mikill kostnaður lendir á Íslendingum við lántöku vegna íbúðakaupa. Þingmenn kalla eftir frekari umræðum um málið. Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum." Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum."
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira