Enginn að vinna að rannsókn á samráði 29. júlí 2006 09:00 Páll Gunnar Pálsson Samráð Enginn starfsmaður ríkissaksóknara vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna, eins og mál standa nú, en Ríkislögreglustjóri sendi málið frá sér til embættisins 17. nóvember á síðasta ári. Eini starfsmaðurinn sem unnið hefur að málinu, Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, er í sumarfríi til 21. ágúst og á meðan verður ekki unnið að framgangi málsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús segir ríkissaksóknara hafa óskað eftir því að fá leyfi til þess að leggja meiri kraft í rannsókn málsins, með því að vinna meiri yfirvinnu, en þeirri beiðni var hafnað. „Það var óskað eftir rýmri heimild til að vinna lengri vinnudaga til þess að geta flýtt rannsókn málsins en því var hafnað af kjaranefnd. Það eru allir starfsmenn embættisins hlaðnir verkum þannig að það gefst einfaldlega ekki tækifæri á því að sinna rannsókninni af meiri krafti. Ég býst við því að niðurstaða, af hálfu okkar, verði ljós á haustmánuðum.“ Helgi Magnús vildi ekki láta uppi hversu margir einstaklingar væru til rannsóknar vegna málsins, en í Fréttablaðinu 1. febrúar á þessu ári var haft eftir Helga Magnúsi að 34 einstaklingar hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Það kann að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, telur brýnt að samráðsmál af þeirri stærðargráðu sem nú er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara fái eins skjóta meðferð og kostur er. „Það er almennt viðurkennt að samráðsmál af þessu tagi geta verið alvarleg fyrir samfélagið og varða almannahagsmuni. Það er því mjög brýnt að unnið sé að framgangi rannsókna á slíkum málum, af eins miklum hraða og kostur er.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki svara því hvort hann teldi að unnið væri að rannsókn á samráði olíufélaganna að nægilegum krafti, og beindi spurningum til „ríkissaksóknara til að svara þessu erindi“. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna hófst með húsleit í aðalskrifstofum félaganna 18. desember 2001. Hinn 28. október 2004, eftir að rannsókn á vegum eftirlitsins lauk, sektaði samkeppnisráð olíufélögin um 2,6 milljarða fyrir brot gegn samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála gaf út úrskurð sinn 29. janúar 2005 og lækkar sektir félaganna um rúman milljarð, í 1,5 milljarða. Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Samráð Enginn starfsmaður ríkissaksóknara vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna, eins og mál standa nú, en Ríkislögreglustjóri sendi málið frá sér til embættisins 17. nóvember á síðasta ári. Eini starfsmaðurinn sem unnið hefur að málinu, Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, er í sumarfríi til 21. ágúst og á meðan verður ekki unnið að framgangi málsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús segir ríkissaksóknara hafa óskað eftir því að fá leyfi til þess að leggja meiri kraft í rannsókn málsins, með því að vinna meiri yfirvinnu, en þeirri beiðni var hafnað. „Það var óskað eftir rýmri heimild til að vinna lengri vinnudaga til þess að geta flýtt rannsókn málsins en því var hafnað af kjaranefnd. Það eru allir starfsmenn embættisins hlaðnir verkum þannig að það gefst einfaldlega ekki tækifæri á því að sinna rannsókninni af meiri krafti. Ég býst við því að niðurstaða, af hálfu okkar, verði ljós á haustmánuðum.“ Helgi Magnús vildi ekki láta uppi hversu margir einstaklingar væru til rannsóknar vegna málsins, en í Fréttablaðinu 1. febrúar á þessu ári var haft eftir Helga Magnúsi að 34 einstaklingar hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Það kann að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, telur brýnt að samráðsmál af þeirri stærðargráðu sem nú er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara fái eins skjóta meðferð og kostur er. „Það er almennt viðurkennt að samráðsmál af þessu tagi geta verið alvarleg fyrir samfélagið og varða almannahagsmuni. Það er því mjög brýnt að unnið sé að framgangi rannsókna á slíkum málum, af eins miklum hraða og kostur er.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki svara því hvort hann teldi að unnið væri að rannsókn á samráði olíufélaganna að nægilegum krafti, og beindi spurningum til „ríkissaksóknara til að svara þessu erindi“. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna hófst með húsleit í aðalskrifstofum félaganna 18. desember 2001. Hinn 28. október 2004, eftir að rannsókn á vegum eftirlitsins lauk, sektaði samkeppnisráð olíufélögin um 2,6 milljarða fyrir brot gegn samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála gaf út úrskurð sinn 29. janúar 2005 og lækkar sektir félaganna um rúman milljarð, í 1,5 milljarða.
Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira