Segir að uppeldi sé ekki í verkahring lögreglunnar 28. júlí 2006 08:00 Hátíðir um verslunarmannahelgi draga að unglinga Almennar reglur um útivistartíma og áfengisdrykkju gilda á hátíðum um verslunarmannahelgi eins og annars staðar. Lögreglan notar þær heimildir til að taka á vandamálum sem fylgja eftirlitslausum unglingum þótt önnur verkefni séu oft meira aðkallandi. MYND/Billi "Við erum ekki með neinar sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir unglingadrykkju," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í Eyjum. Hann segir að sértækar aðgerðir eins og áfengisleit á öllum unglingum séu erfiðar í framkvæmd. Lögreglan sjái um að allt fari vel fram og sinni því hlutverki vel. Á Akureyri er reynt að setja unglingum stólinn fyrir dyrnar á hátíðinni "Ein með öllu" með því að hafa átján ára aldurstakmark á tjaldstæðunum. Ekkert aldurstakmark er á tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar sem hátíðin Neistaflug verður haldin um verslunarmannahelgina. "Hér hefur alltaf verið fylgst vel með hlutunum og lögregla látin taka vín af börnunum ef þau eru að drekka," segir Þorvaldur Einarsson, sem stendur að Neistaflugi. Engin sérstök lög eru til um hátíðir eins og þær sem haldnar eru um verslunarmannahelgi. Aftur á móti gilda þar almennar reglur um útivistartíma og unglingadrykkju. "Menn meta hvaða verkefni eru mikilvægust og auðvitað höfum við ekki mannskap til að sinna öllu sem getur komið upp," segir Björn Jósef Arnviðsson, lögreglustjóri á Akureyri. Björn Jósef segir það ekki vera hlutverk lögreglunnar að ala börn upp og ábyrgðarleysi af foreldrum ef þeir leyfa börnum sínum að fara einum á hátíðir og ætla lögreglunni að gæta útivistartímans. Björn Þór Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, tekur í sama streng og segir að lögregla og björgunarsveit verði viðbúin að framfylgja lögum. "Margt annað þarf að fara í forgang. Lögreglumenn geta ekki verið að spyrja hvern einasta mann um skilríki," segir Björn Jósef. Engin aldurstakmörk eru inn á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan þar reynir þó að hafa hemil á unglingum eftir því sem heimildir þeirra leyfa. "Við megum hafa afskipti af börnum undir sextán ára eftir að útivistartíma lýkur og við nýtum okkur það," segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Einnig segir Karl að ef höfð séu afskipti af unglingum undir átján ára sé hægt að kalla eftir því hvort þeir hafi heimild foreldra til að vera á hátíðinni. "Einstaka sinnum hefur komið fyrir að við höfum sent börn til Reykjavíkur, en þeim tilfellum fer fækkandi," segir Karl Gauti. Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
"Við erum ekki með neinar sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir unglingadrykkju," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að þjóðhátíð í Eyjum. Hann segir að sértækar aðgerðir eins og áfengisleit á öllum unglingum séu erfiðar í framkvæmd. Lögreglan sjái um að allt fari vel fram og sinni því hlutverki vel. Á Akureyri er reynt að setja unglingum stólinn fyrir dyrnar á hátíðinni "Ein með öllu" með því að hafa átján ára aldurstakmark á tjaldstæðunum. Ekkert aldurstakmark er á tjaldsvæðinu í Neskaupstað þar sem hátíðin Neistaflug verður haldin um verslunarmannahelgina. "Hér hefur alltaf verið fylgst vel með hlutunum og lögregla látin taka vín af börnunum ef þau eru að drekka," segir Þorvaldur Einarsson, sem stendur að Neistaflugi. Engin sérstök lög eru til um hátíðir eins og þær sem haldnar eru um verslunarmannahelgi. Aftur á móti gilda þar almennar reglur um útivistartíma og unglingadrykkju. "Menn meta hvaða verkefni eru mikilvægust og auðvitað höfum við ekki mannskap til að sinna öllu sem getur komið upp," segir Björn Jósef Arnviðsson, lögreglustjóri á Akureyri. Björn Jósef segir það ekki vera hlutverk lögreglunnar að ala börn upp og ábyrgðarleysi af foreldrum ef þeir leyfa börnum sínum að fara einum á hátíðir og ætla lögreglunni að gæta útivistartímans. Björn Þór Rögnvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, tekur í sama streng og segir að lögregla og björgunarsveit verði viðbúin að framfylgja lögum. "Margt annað þarf að fara í forgang. Lögreglumenn geta ekki verið að spyrja hvern einasta mann um skilríki," segir Björn Jósef. Engin aldurstakmörk eru inn á þjóðhátíð í Eyjum en lögreglan þar reynir þó að hafa hemil á unglingum eftir því sem heimildir þeirra leyfa. "Við megum hafa afskipti af börnum undir sextán ára eftir að útivistartíma lýkur og við nýtum okkur það," segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Einnig segir Karl að ef höfð séu afskipti af unglingum undir átján ára sé hægt að kalla eftir því hvort þeir hafi heimild foreldra til að vera á hátíðinni. "Einstaka sinnum hefur komið fyrir að við höfum sent börn til Reykjavíkur, en þeim tilfellum fer fækkandi," segir Karl Gauti.
Innlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira