Lengja ætti kennaranám á Íslandi úr þremur árum í fimm. Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins leggur þetta til í nýrri skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn á þriðjudag.
Í skýrslunni er meðal annars bent á að á Norðurlöndunum sé kennaranámið viðameira en hér á landi. Þá er einnig lagt til að horft verði í auknum mæli fram hjá skilum milli skólastiga við veitingu kennsluréttinda.
Tillögur starfshópsins eru í samræmi við hugmyndir sem rektor Kennaraháskólans hefur barist fyrir.