Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur æskilegt að halda krónunni að því gefnu að takist að halda verðbólgunni í skefjum.
"Sögulega hafa gjaldmiðlar verið metnir á því hvernig tekist hefur að verjast verðbólgu," segir Vilhjálmur. "Þá verðbólgugusu sem riðið hefur yfir undanfarið má fyrst og fremst skrifa á hagstjórnina, þótt vissulega eigi menn sér einhverjar málsbætur."
Vilhjálmur segir kosti sjálfstæðs gjaldmiðils vera sveigjanleika. "Það gæti þó komið upp sú staða í framtíðinni að evran væri fýsilegri kostur. Hins vegar sé ég ekki endilega samasemmerki milli upptöku evrunnar og inngöngu í Evrópusambandið."