Veiði í Laxá á Ásum hefur ekki gengið sem skyldi í sumar. „Veiðin er mun verri en í fyrra og fór mjög rólega af stað. Það var nánast enginn fiskur í ánni,“ segir Bjarni Freyr Björnsson veiðivörður.
Veiðin er að glæðast og ríflega 150 laxar komnir á land, þar af fimmtíu á síðstu fimm dögum. „Þetta er allt að koma til,“ segir Steinar Torfi Vilhjálmsson sölumaður hjá Lax-á. Hann segir að áin hafa verið bókuð alla dagana í sumar þrátt fyrir dræma veiði. Örfáir dagar eru þó enn lausir í ágúst og september og kostar dýrasta leyfið 250 þúsund krónur á stöngina.