Skemmtibátar fá þorskkvóta 27. júlí 2006 05:45 við veiðar Fiskistofa fékk allnokkur símtöl þar sem menn furðuðu sig á því að þeir skyldu fá úthlutað kvóta. MYND/KK Nokkrir eigendur skemmtibáta fengu tilkynningu frá Fiskistofu í vor um að þeir hefðu fengið úthlutað þorskkvóta án þess að stunda neinar fiskveiðar. Fengu þeir heimild til að veiða nokkur kíló á ári upp í sex tonn. Hleypur verðmæti kvótans á hundruðum þúsunda króna sé hann seldur. Auðunn H. Ágústsson, forstöðumaður veiðiheimildasviðs Fiskistofu, segir að tæplega 500 fiskiskip undir 200 tonnum hafi fengið þennan rétt, sem til vannst fyrir nokkrum árum. Einhverjir bátanna hafi síðan verið seldir og breytt í skemmtibáta. Eigendur þeirra geti selt skipum með veiðileyfi kvótann eða útvegað sér sjálfir veiðileyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Auðunn segir allnokkra aðila hafa haft samband og furðað sig á að eiga skyndilega kvóta í þorski. Í einhverjum tilfellum hafi seljandi haft það ákvæði í kaupsamningi að allur mögulegur framtíðarkvóti yrði eign seljanda. „Fyrir aðra er þetta vissulega nokkur lukkupottur.“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir þetta ekki koma á óvart. „Við vöruðum við þessu. Þetta má rekja til breytinga sem gerðar voru þegar ákveðið var að skipta kvóta milli þeirra sem höfðu eingöngu kvóta í þorski, enda flestir orðið fyrir skerðingu. Ekkert tillit var tekið til að ýmsir eru fyrir löngu hættir veiðum í atvinnuskyni.“ Breytingin sem Örn vísar til var samþykkt á Alþingi í vor. Í kjölfarið fengu eigendur bátanna tilkynningu um kvótaeign sína óháð því hvort skipin voru enn nýtt sem fiskiskip eða ekki. Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Nokkrir eigendur skemmtibáta fengu tilkynningu frá Fiskistofu í vor um að þeir hefðu fengið úthlutað þorskkvóta án þess að stunda neinar fiskveiðar. Fengu þeir heimild til að veiða nokkur kíló á ári upp í sex tonn. Hleypur verðmæti kvótans á hundruðum þúsunda króna sé hann seldur. Auðunn H. Ágústsson, forstöðumaður veiðiheimildasviðs Fiskistofu, segir að tæplega 500 fiskiskip undir 200 tonnum hafi fengið þennan rétt, sem til vannst fyrir nokkrum árum. Einhverjir bátanna hafi síðan verið seldir og breytt í skemmtibáta. Eigendur þeirra geti selt skipum með veiðileyfi kvótann eða útvegað sér sjálfir veiðileyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Auðunn segir allnokkra aðila hafa haft samband og furðað sig á að eiga skyndilega kvóta í þorski. Í einhverjum tilfellum hafi seljandi haft það ákvæði í kaupsamningi að allur mögulegur framtíðarkvóti yrði eign seljanda. „Fyrir aðra er þetta vissulega nokkur lukkupottur.“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir þetta ekki koma á óvart. „Við vöruðum við þessu. Þetta má rekja til breytinga sem gerðar voru þegar ákveðið var að skipta kvóta milli þeirra sem höfðu eingöngu kvóta í þorski, enda flestir orðið fyrir skerðingu. Ekkert tillit var tekið til að ýmsir eru fyrir löngu hættir veiðum í atvinnuskyni.“ Breytingin sem Örn vísar til var samþykkt á Alþingi í vor. Í kjölfarið fengu eigendur bátanna tilkynningu um kvótaeign sína óháð því hvort skipin voru enn nýtt sem fiskiskip eða ekki.
Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira