Unglingum séu sett mörk 26. júlí 2006 07:30 sýna stuðning Frá vinstri eru þau Díana Ósk, Signý og Þorlákur sem öll hafa leitað stuðnings til Foreldrahúss. Þau hvetja foreldra til að gefa börnum og unglingum skýr skilaboð. MYND/Stefán Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“ Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“
Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira