Fólk getur nú nálgast álagningarseðla sína rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.rsk.is, með veflykli sínum. Opnað var fyrir þessa þjónustu klukkan fjögur í gærdag.
Skattstjórar munu leggja fram skrár með álagningu opinberra gjalda árið 2006 núna á föstudaginn næstkomandi.
Álagningarseðlar verða bornir út á föstudaginn og í byrjun næstu viku til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír.