Hótaði afsögn á fundinum 25. júlí 2006 07:45 Sigursteinn Másson Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn. Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn.
Innlent Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira