Einu sinni var... 25. júlí 2006 00:01 "Einu sinni var ...". Þannig byrja mörg ævintýri og byrjunin ein vekur eftirvæntingu í huga okkar og ljúfar minningar um sögur sem okkur voru sagðar í æsku. Við erum söguþjóð og flestir njóta þess að segja og hlusta á sögur. Þessa dagana og vikurnar eru flestir í sumarfríi og fjölmargir á ferð um landið. Alls staðar er að finna sögusvið margra ævintýra og þjóðsagna að ógleymdum Íslendingasögunum sjálfum. Í þeim er fjallað um merkar persónur og atburðir verða ljóslifandi í réttu umhverfi. Í þjóðsögum er fjallað um tröll og huldufólk, marbendla og drauga svo nokkuð sé nefnt. Með því að segja börnum okkar sögur á ferðalögum um landið kynnum við þeim sagnaarf þjóðarinnar og festum örnefni og landslag betur í minni þeirra en ella. Nýlega átti ég samtal við tólf ára pilt. Þetta er fjörugur og kátur drengur sem lætur sér detta ýmislegt í hug en samræðuefni okkar í þetta sinnið voru Íslendingasögurnar. Hann hefur notið þess í mörg ár að hlusta á þær lesnar á ferðum um landið með foreldrum sínum. Fyrir vikið þekkir hann allmargar þeirra mjög vel, þar á meðal söguþráð og sögupersónur Egils sögu og Njálu, Hrafnkels sögu og Grettis sögu svo nokkuð sé nefnt. Aðspurður taldi hann sögurnar af Gretti skemmtilegastar enda ber þar margt við sem áhugavert hlýtur að teljast í huga barna og unglinga. Íslendingasögurnar þykja öfundsverður arfur í augum annarra þjóða og því sjálfsagt að kynna þær börnum okkar sem best. Þannig verða þær þeim aðgengilegar alla þeirra ævi og þegar unglingarnir fara að lesa þær sem námsefni í skólum verða þær um leið áhugaverðar og skemmtilegar minningar frá sumarfríum með fjölskyldunni. Lagarfljótsormurinn, Bergþór risi í Bláfelli, Galdra-Loftur og hvalurinn í Hvalfirði eru aðeins örfá dæmi um áhugaverðar og skemmtilegar þjóðsögur sem hægur vandi er að búa úr garði við hæfi hvers aldurshóps. Með slíkum sögum fá börnin meiri áhuga fyrir umhverfi sínu en ella og það er ólíkt skemmtilegra að horfa út um bílgluggann og staðsetja sögur í umhverfinu en sitja í tölvuleikjum. Þar að auki dregur þetta úr hættu á bílveiki þar sem hún er fyrir hendi. Sögurnar eru aðgengilegar, bæði á bókasöfnum í ýmsum útgáfum og víða á netinu. Það er því flestum fært að útvega sér sagnaefni fyrir sumarfríið. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að það virkjar ímyndunarafl barna meira að lesa og hlusta á sögur en horfa á þær myndgerðar. Hlustun og lestur gefur barninu svigrúm til að skapa útlit sögupersóna að verulegu leyti og sviðsetja atburði í eigin umhverfi. Þar skapar hver lesandi og hver hlustandi sitt sögusvið á meðan myndgerðar sögur skilja lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Afdrifaríkar ákvarðanir um nýtingu náttúrunnar hafa verið umdeildar á undanförnum misserum og mörgum þykir við setja okkur sjálf í öndvegi og skammtímahagsmuni ofar öðrum. Reyndar er erfitt fyrir okkur að meta í dag hvað kemur komandi kynslóðum best þegar kemur að stærsta deilumálinu hérlendis; virkjanamálum. Hver og einn kemst að niðurstöðu í því máli og byggir hana væntanlega á því sem hann telur réttast. Vonandi sýnir saga framtíðarinnar að fórnirnar nú verði þess virði. En ekkert getur réttlætt kæruleysi í meðferð menningar okkar, hvort sem við ræðum þar um tungumálið eða bókmenntirnar. Með frásögnum og lestri varðveitum við ekki aðeins sagnaarfinn heldur einnig tungumálið og þar höfum við skyldum að gegna. Falleg náttúra tapar stórum hluta gildis síns ef við eigum ekki orðin til að lýsa henni eða glötum skilningi á lýsingum forfeðra okkar, jafnt í bundnu máli sem óbundnu. Tungumálið er nauðsynlegt til að varðveita sögur og sagnir, örnefni og skilning á náttúru. Þess vegna eru þær fjölmörgu sögur og sagnir sem við eigum svo frábært verkfæri til að slá margar flugur í einu höggi; efla málvitund og málskilning, styrkja þjóðmenningu í sessi og auka skilning og ást á umhverfi og náttúru. Hvergi er betra að segja sögurnar en einmitt á vettvangi, þar sem allt verður ljóslifandi. Gísla saga Súrssonar á heima á Vestfjörðum, Hrafnkels saga á Fljótsdalshéraði, Bergþór risi á heima í Bláfelli og undir Skógafossi er gullkista. Af nógu er að taka og engum þarf að leiðast í ferðalaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun
"Einu sinni var ...". Þannig byrja mörg ævintýri og byrjunin ein vekur eftirvæntingu í huga okkar og ljúfar minningar um sögur sem okkur voru sagðar í æsku. Við erum söguþjóð og flestir njóta þess að segja og hlusta á sögur. Þessa dagana og vikurnar eru flestir í sumarfríi og fjölmargir á ferð um landið. Alls staðar er að finna sögusvið margra ævintýra og þjóðsagna að ógleymdum Íslendingasögunum sjálfum. Í þeim er fjallað um merkar persónur og atburðir verða ljóslifandi í réttu umhverfi. Í þjóðsögum er fjallað um tröll og huldufólk, marbendla og drauga svo nokkuð sé nefnt. Með því að segja börnum okkar sögur á ferðalögum um landið kynnum við þeim sagnaarf þjóðarinnar og festum örnefni og landslag betur í minni þeirra en ella. Nýlega átti ég samtal við tólf ára pilt. Þetta er fjörugur og kátur drengur sem lætur sér detta ýmislegt í hug en samræðuefni okkar í þetta sinnið voru Íslendingasögurnar. Hann hefur notið þess í mörg ár að hlusta á þær lesnar á ferðum um landið með foreldrum sínum. Fyrir vikið þekkir hann allmargar þeirra mjög vel, þar á meðal söguþráð og sögupersónur Egils sögu og Njálu, Hrafnkels sögu og Grettis sögu svo nokkuð sé nefnt. Aðspurður taldi hann sögurnar af Gretti skemmtilegastar enda ber þar margt við sem áhugavert hlýtur að teljast í huga barna og unglinga. Íslendingasögurnar þykja öfundsverður arfur í augum annarra þjóða og því sjálfsagt að kynna þær börnum okkar sem best. Þannig verða þær þeim aðgengilegar alla þeirra ævi og þegar unglingarnir fara að lesa þær sem námsefni í skólum verða þær um leið áhugaverðar og skemmtilegar minningar frá sumarfríum með fjölskyldunni. Lagarfljótsormurinn, Bergþór risi í Bláfelli, Galdra-Loftur og hvalurinn í Hvalfirði eru aðeins örfá dæmi um áhugaverðar og skemmtilegar þjóðsögur sem hægur vandi er að búa úr garði við hæfi hvers aldurshóps. Með slíkum sögum fá börnin meiri áhuga fyrir umhverfi sínu en ella og það er ólíkt skemmtilegra að horfa út um bílgluggann og staðsetja sögur í umhverfinu en sitja í tölvuleikjum. Þar að auki dregur þetta úr hættu á bílveiki þar sem hún er fyrir hendi. Sögurnar eru aðgengilegar, bæði á bókasöfnum í ýmsum útgáfum og víða á netinu. Það er því flestum fært að útvega sér sagnaefni fyrir sumarfríið. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að það virkjar ímyndunarafl barna meira að lesa og hlusta á sögur en horfa á þær myndgerðar. Hlustun og lestur gefur barninu svigrúm til að skapa útlit sögupersóna að verulegu leyti og sviðsetja atburði í eigin umhverfi. Þar skapar hver lesandi og hver hlustandi sitt sögusvið á meðan myndgerðar sögur skilja lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Afdrifaríkar ákvarðanir um nýtingu náttúrunnar hafa verið umdeildar á undanförnum misserum og mörgum þykir við setja okkur sjálf í öndvegi og skammtímahagsmuni ofar öðrum. Reyndar er erfitt fyrir okkur að meta í dag hvað kemur komandi kynslóðum best þegar kemur að stærsta deilumálinu hérlendis; virkjanamálum. Hver og einn kemst að niðurstöðu í því máli og byggir hana væntanlega á því sem hann telur réttast. Vonandi sýnir saga framtíðarinnar að fórnirnar nú verði þess virði. En ekkert getur réttlætt kæruleysi í meðferð menningar okkar, hvort sem við ræðum þar um tungumálið eða bókmenntirnar. Með frásögnum og lestri varðveitum við ekki aðeins sagnaarfinn heldur einnig tungumálið og þar höfum við skyldum að gegna. Falleg náttúra tapar stórum hluta gildis síns ef við eigum ekki orðin til að lýsa henni eða glötum skilningi á lýsingum forfeðra okkar, jafnt í bundnu máli sem óbundnu. Tungumálið er nauðsynlegt til að varðveita sögur og sagnir, örnefni og skilning á náttúru. Þess vegna eru þær fjölmörgu sögur og sagnir sem við eigum svo frábært verkfæri til að slá margar flugur í einu höggi; efla málvitund og málskilning, styrkja þjóðmenningu í sessi og auka skilning og ást á umhverfi og náttúru. Hvergi er betra að segja sögurnar en einmitt á vettvangi, þar sem allt verður ljóslifandi. Gísla saga Súrssonar á heima á Vestfjörðum, Hrafnkels saga á Fljótsdalshéraði, Bergþór risi á heima í Bláfelli og undir Skógafossi er gullkista. Af nógu er að taka og engum þarf að leiðast í ferðalaginu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun