Meðferðarúrræði úr takt við tímann 24. júlí 2006 06:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir Meðlimur Hugarafls. Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira