Huglægt hver er hryðjuverkamaður 24. júlí 2006 06:45 Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir. Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir.
Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira