Látinn vinna launalaust 24. júlí 2006 07:15 Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“ Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitingahúsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi miðvikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokkur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þorláksson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræðiinnheimtu og þarf þá atvinnuveitandinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurekendur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmarssonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munnlega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningarsamningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munnlegan eða skriflegan ráðningarsamning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“
Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira