Vegurinn til Hallormsstaðar 24. júlí 2006 00:01 Í liðinni viku var rætt við fréttamann sem staddur var í Kastrup. Og öll erum við orðin hræðilega vön því að talað sé við fólk í Dalvík og í Ólafsfirði. Enn hrapar næmi fjölmiðlafólks fyrir því hvar við erum stödd á landinu. Hin nákvæma tilfinning íslenskunnar fyrir staðsetningu, legu og lögun staðar, hverfur fyrir flatneskjulegu og enskustolnu orðfæri. Eða finnst okkur ekki fallegur (og eðlilegur) munur á því að fara upp á Akranes og koma síðan í Borgarnes? Fyrir nokkru vaknaði ég inn í bítisviðtal við einn af mætustu þingmönnum þjóðarinnar. Til sönnunar máli sínu sagði hann reynslusögu úr þjóðlífinu. Hún hófst svo: Það sagði mér bóndi frá Árnessýslu... Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein til varnar forsetningum framan við örnefni íslensk og erlend. Greinin bar yfirskriftina: Í Grænlandi. Hún hafði greinilega engin áhrif. Stuttu síðar tönnluðust tveir Kastljós-drengir á þessari villu og varð tíðrætt um uppgang handboltans í Grænlandi. Ástandið í þessum málum hefur ekki gert annað en að versna. Menn virðast nú alveg hættir að fara austur á Selfoss heldur fara þeir bara til Selfoss og hitta þar bændur frá Árnessýslu. Það skiptir engu máli hvort það er Popp-Tíví, Effemm, eða háttvirt Fréttastofa Ríkisútvarpsins; þessi blæbrigði málsins eru á undanhaldi og er það miður. Um árið sagði fréttaritari RÚV frá því að vegurinn til Hallormsstaðar væri lokaður. Vonandi er vegurinn inn á Hallormsstað ennþá opinn. Jafnvel reyndir besserwisserar í fjölmiðlastétt segja frá hlutum sem eru að gerast á Bretlandi. Sjálfsagt er ekki langt þar til við munum búa í Íslandi. Nú getur verið að hér sé um eðlilega þróun að ræða. Þjóðin sé smám saman að einfalda mál sitt; íslenskan stefni að því að verða auðtöluð tunga líkt og enskan sem hefur fyrir löngu losað sig við flókindi líkt og þau sem hér um ræðir. Ég er þó einn af þeim sem mun sakna þessara blæbrigða tungumálsins sem lýsa þjóð sem þekkir (eða þekkti) landið sitt. Ég geri hér því tilraun númer tvö til að sporna við þessari þróun. Til hægðarauka fyrir útvarps- og sjónvarpsfólk landsins er hér listi yfir beygingarleiðir að helstu stöðum landsins og heimsins. (Fólk má endilega leiðrétta mig fari ég með fleipur.) Við förum austur fyrir fjall, austur í Hveragerði, austur á Selfoss, austur á Þingvelli, austur á Laugarvatn, upp á Flúðir, upp á Kjöl, yfir Kjöl, yfir Sprengisand, upp í Landmannalaugar, upp á Hveravelli, upp á hálendið, upp í Kerlingarfjöll. Við erum á Hellu, á Hvolsvelli, í Fljótshlíð, í Þykkvabæ, undir Eyjafjöllum, úti í Eyjum, á Skógum, á Kirkjubæjarklaustri, í Vík, í Skaftafelli, á Höfn, í Hornafirði, á Djúpavogi, á Breiðdalsvík, í Breiðdal, á Stöðvarfirði, á Fáskrúðsfirði, á Reyðarfirði, á Eskifirði, á Neskaupsstað, í Norðfirði, á Egilsstöðum, austur á Héraði, inni á Hallormsstað, á Seyðisfirði, í Loðmundarfirði, á Borgarfirði Eystri, á Vopnafirði, í Möðrudal, á Bakkafirði, á Þórshöfn, á Raufarhöfn, á Sléttu, á Kópaskeri, á Húsavík, í Mývatnssveit, á Mývatni, á Laugum, í Vaglaskógi, í Fjörðum, á Grenivík, á Akureyri, í Eyjafirði, á Dalvík, í Hrísey, í Grímsey, á Ólafsfirði, á Siglufirði, í Fljótum, á Hofsósi, í Skagafirði, á Sauðárkróki, í Varmahlíð, í Húnaveri, á Blönduósi, á Skagaströnd, á Hvammstanga, í Hrútafirði, í Staðarskála, á Brú, á Ströndum, á Hólmavík, í Djúpuvík, á Drangsnesi, í Trékyllisvík, í Árneshreppi, á Hornströndum, í Djúpinu, á Ísafirði, í Hnífsdal, í Bolungarvík, á Suðureyri, á Flateyri, á Þingeyri, á Bíldudal, á Tálknafirði, á Patreksfirði, á Brjánslæk, í Vatnsfirði, í Flatey, á Breiðafirði, á Barðaströnd, á Reykhólum, í Bjarkarlundi, í Saurbæ, í Búðardal, í Stykkishólmi, á Grundarfirði, í Ólafsvík, á Búðum, á Mýrum, í Munaðarnesi, í Borgarfirði, í Borgarnesi, á Akranesi, á Grundartanga, í Hvalfirði, í Kjós, á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, í Grafarvogi, í Árbæ, í Breiðholti, í Miðbænum, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ, á Álftanesi, á Bessastöðum, í Hafnarfirði, í Vogum, í Sandgerði, í Garðinum, í Grindavík, í Bláa lóninu, í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka, á Stokkseyri og að sjálfsögðu á Litla Hrauni. Einu staðirnir sem við getum farið til eru Reykjavík og Keflavík. Hvernig sem stendur á því. Við getum verið ættuð af Suðurlandi, úr Skagafirði, að vestan, úr Hrútafirði, norðan af Ströndum, úr Þingeyjarsýslum, af Héraði, úr Lóni, úr Árnessýslu... Erlendis gerast hlutirnir á Grænlandi, í Færeyjum, á Kanaríeyjum, í Bretlandi, á Bretlandseyjum, í Skotlandi, á Írlandi, í Wales, á Spáni, í Portúgal, á Kúbu, í Bandaríkjunum, á Nýfundnalandi, í Sviss, á Svalbarða, í Afríku, á Hawai, í Japan, á Ítalíu, í Grikklandi, á Kýpur, í Ísrael, á Indlandi, í Víetnam, á Kastrup, í Leifsstöð, á tunglinu, á Mars, í alheiminum, hjá guði. Og hana nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í liðinni viku var rætt við fréttamann sem staddur var í Kastrup. Og öll erum við orðin hræðilega vön því að talað sé við fólk í Dalvík og í Ólafsfirði. Enn hrapar næmi fjölmiðlafólks fyrir því hvar við erum stödd á landinu. Hin nákvæma tilfinning íslenskunnar fyrir staðsetningu, legu og lögun staðar, hverfur fyrir flatneskjulegu og enskustolnu orðfæri. Eða finnst okkur ekki fallegur (og eðlilegur) munur á því að fara upp á Akranes og koma síðan í Borgarnes? Fyrir nokkru vaknaði ég inn í bítisviðtal við einn af mætustu þingmönnum þjóðarinnar. Til sönnunar máli sínu sagði hann reynslusögu úr þjóðlífinu. Hún hófst svo: Það sagði mér bóndi frá Árnessýslu... Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein til varnar forsetningum framan við örnefni íslensk og erlend. Greinin bar yfirskriftina: Í Grænlandi. Hún hafði greinilega engin áhrif. Stuttu síðar tönnluðust tveir Kastljós-drengir á þessari villu og varð tíðrætt um uppgang handboltans í Grænlandi. Ástandið í þessum málum hefur ekki gert annað en að versna. Menn virðast nú alveg hættir að fara austur á Selfoss heldur fara þeir bara til Selfoss og hitta þar bændur frá Árnessýslu. Það skiptir engu máli hvort það er Popp-Tíví, Effemm, eða háttvirt Fréttastofa Ríkisútvarpsins; þessi blæbrigði málsins eru á undanhaldi og er það miður. Um árið sagði fréttaritari RÚV frá því að vegurinn til Hallormsstaðar væri lokaður. Vonandi er vegurinn inn á Hallormsstað ennþá opinn. Jafnvel reyndir besserwisserar í fjölmiðlastétt segja frá hlutum sem eru að gerast á Bretlandi. Sjálfsagt er ekki langt þar til við munum búa í Íslandi. Nú getur verið að hér sé um eðlilega þróun að ræða. Þjóðin sé smám saman að einfalda mál sitt; íslenskan stefni að því að verða auðtöluð tunga líkt og enskan sem hefur fyrir löngu losað sig við flókindi líkt og þau sem hér um ræðir. Ég er þó einn af þeim sem mun sakna þessara blæbrigða tungumálsins sem lýsa þjóð sem þekkir (eða þekkti) landið sitt. Ég geri hér því tilraun númer tvö til að sporna við þessari þróun. Til hægðarauka fyrir útvarps- og sjónvarpsfólk landsins er hér listi yfir beygingarleiðir að helstu stöðum landsins og heimsins. (Fólk má endilega leiðrétta mig fari ég með fleipur.) Við förum austur fyrir fjall, austur í Hveragerði, austur á Selfoss, austur á Þingvelli, austur á Laugarvatn, upp á Flúðir, upp á Kjöl, yfir Kjöl, yfir Sprengisand, upp í Landmannalaugar, upp á Hveravelli, upp á hálendið, upp í Kerlingarfjöll. Við erum á Hellu, á Hvolsvelli, í Fljótshlíð, í Þykkvabæ, undir Eyjafjöllum, úti í Eyjum, á Skógum, á Kirkjubæjarklaustri, í Vík, í Skaftafelli, á Höfn, í Hornafirði, á Djúpavogi, á Breiðdalsvík, í Breiðdal, á Stöðvarfirði, á Fáskrúðsfirði, á Reyðarfirði, á Eskifirði, á Neskaupsstað, í Norðfirði, á Egilsstöðum, austur á Héraði, inni á Hallormsstað, á Seyðisfirði, í Loðmundarfirði, á Borgarfirði Eystri, á Vopnafirði, í Möðrudal, á Bakkafirði, á Þórshöfn, á Raufarhöfn, á Sléttu, á Kópaskeri, á Húsavík, í Mývatnssveit, á Mývatni, á Laugum, í Vaglaskógi, í Fjörðum, á Grenivík, á Akureyri, í Eyjafirði, á Dalvík, í Hrísey, í Grímsey, á Ólafsfirði, á Siglufirði, í Fljótum, á Hofsósi, í Skagafirði, á Sauðárkróki, í Varmahlíð, í Húnaveri, á Blönduósi, á Skagaströnd, á Hvammstanga, í Hrútafirði, í Staðarskála, á Brú, á Ströndum, á Hólmavík, í Djúpuvík, á Drangsnesi, í Trékyllisvík, í Árneshreppi, á Hornströndum, í Djúpinu, á Ísafirði, í Hnífsdal, í Bolungarvík, á Suðureyri, á Flateyri, á Þingeyri, á Bíldudal, á Tálknafirði, á Patreksfirði, á Brjánslæk, í Vatnsfirði, í Flatey, á Breiðafirði, á Barðaströnd, á Reykhólum, í Bjarkarlundi, í Saurbæ, í Búðardal, í Stykkishólmi, á Grundarfirði, í Ólafsvík, á Búðum, á Mýrum, í Munaðarnesi, í Borgarfirði, í Borgarnesi, á Akranesi, á Grundartanga, í Hvalfirði, í Kjós, á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, í Grafarvogi, í Árbæ, í Breiðholti, í Miðbænum, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ, á Álftanesi, á Bessastöðum, í Hafnarfirði, í Vogum, í Sandgerði, í Garðinum, í Grindavík, í Bláa lóninu, í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka, á Stokkseyri og að sjálfsögðu á Litla Hrauni. Einu staðirnir sem við getum farið til eru Reykjavík og Keflavík. Hvernig sem stendur á því. Við getum verið ættuð af Suðurlandi, úr Skagafirði, að vestan, úr Hrútafirði, norðan af Ströndum, úr Þingeyjarsýslum, af Héraði, úr Lóni, úr Árnessýslu... Erlendis gerast hlutirnir á Grænlandi, í Færeyjum, á Kanaríeyjum, í Bretlandi, á Bretlandseyjum, í Skotlandi, á Írlandi, í Wales, á Spáni, í Portúgal, á Kúbu, í Bandaríkjunum, á Nýfundnalandi, í Sviss, á Svalbarða, í Afríku, á Hawai, í Japan, á Ítalíu, í Grikklandi, á Kýpur, í Ísrael, á Indlandi, í Víetnam, á Kastrup, í Leifsstöð, á tunglinu, á Mars, í alheiminum, hjá guði. Og hana nú.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun