Rússarnir koma! 23. júlí 2006 06:15 Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit. Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit.
Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira