Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna 23. júlí 2006 07:15 Framkvæmdir við golfvöll í Skorradal Fyrstu níu holurnar í golfvelli í landi Indriðastaða verða tilbúnar næsta sumar. Á myndinni er horft yfir svæðið þar sem níunda holan verður. myndir/Sveinn Steindórsson „Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“ Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
„Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“
Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira