Fyrsta lið ákæru endanlega vísað frá 22. júlí 2006 08:00 Sigurður Tómas Magnússon Segir viðamikil atriði enn eftir. MYND/GVA Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf. Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Baugsmál Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní, en þá var fyrsta og veigamesta ákærulið Baugsmálsins vísað frá dómi. Í liðnum voru Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., aðallega gefin að sök fjársvik, en til vara umboðssvik. Var hann sakaður um að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, þegar Baugur keypti sjötíu prósent hlutafjár í félaginu árið 1999. Vöruveltan var eigandi 10-11 verslananna. Jóni Ásgeiri var auk þess gefið að sök að hafa „vakið hjá stjórn Baugs þá hugmynd að seljandi hlutafjárins væri Helga Gísladóttir,“ eins og segir orðrétt í ákæru. Helga Gísladóttir hafði áður verið eigandi Vöruveltunnar ásamt manni sínum. Í ákæruliðnum var tjón Baugs vegna þessara kaupa sagt nema meira en þrjú hundruð milljónum. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sagði þessa niðurstöðu að nokkru leyti vonbrigði en lagði jafnframt á það áherslu að málinu væri hvergi nærri lokið, þar sem enn biðu átján liðir. „Á vissan hátt er verið að taka á efnislegum hliðum málsins, með þessari niðurstöðu, áður en dómstólar meta þau gögn sem að baki ákærunni liggja. En þetta er niðurstaða Hæstaréttar og ég sætti mig við hana. Það eru enn átján ákæruliðir eftir í málinu, og nú bíða þeir liðir efnismeðferðar fyrir dómi.“ Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segir alvarlegasta hluta Baugsmálsins lokið með þessum dómi Hæstaréttar. „Með þessari niðurstöðu er endanlega búið að vísa kjarnanum í Baugsmálinu frá dómi. Það sem eftir stendur er að leggja fram varnir í þeim liðum málsins sem eftir eru, sem allir tengjast bókhaldsreglum og lánum. Ég hef sagt, og segi enn og aftur, að ég tel löngu vera komið nóg í þessu máli og það hefði verið farsælast fyrir ákæruvaldið að láta við sitja, þegar málinu var vísað frá í fyrra skiptið.“ Liðirnir átján sem eftir standa snerta meðal annars viðskipti með skemmtibátinn Thee Viking, sem var við höfn á Flórída á þeim tíma sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Auk þess snýr efni ákæruliðanna að lánveitingum, sem samkvæmt ákæru brjóta gegn lögum um hlutafélög. Þá er Jón Gerald Sullenberger í ákæru sagður hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson við að rangfæra bókhald Baugs hf.
Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira