Yfir 400 aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými 22. júlí 2006 08:00 Bætt úr brýnni þörf Meðal þess sem gert verður til að mæta kröfum nútímans í búsetumálum aldraðra er að breyta fjölbýli í einbýli. Á myndinni er heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. MYND/Vilhelm Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundruð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til framkvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til framkvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breytinga eldri rýma úr fjölbýli í einbýli. Framlögin nema átta hundruð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til uppbyggingar um tvö hundruð milljónir á ári. Sú ráðstöfun fjármagnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verður mætt með sérstöku rekstrarframlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum liggja margir aldraðir á Landspítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Aðgerðirnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“ Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundruð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til framkvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til framkvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breytinga eldri rýma úr fjölbýli í einbýli. Framlögin nema átta hundruð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til uppbyggingar um tvö hundruð milljónir á ári. Sú ráðstöfun fjármagnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verður mætt með sérstöku rekstrarframlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum liggja margir aldraðir á Landspítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Aðgerðirnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“
Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira