Listsköpun í stað áhættu 22. júlí 2006 08:15 Í höfn Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Biering, formaður stýrihópsins, undirrita samkomulagið. Að baki þeim standa fulltrúar Nýrrar leiðar, Guðrún B. Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson. MYND/Pjetur Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008. Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008.
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira