20 milljónum stolið úr heimabönkum 20. júlí 2006 03:30 Mynd/Hari Nær tuttugu milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum fólks hér á landi að undanförnu. Í öllum tilvikum hafa þjófarnir farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært af reikningum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú fjögur umfangsmikil mál þar sem slík rán hafa verið framin. Í sumum málanna er um fleiri en eina millifærslu að ræða. Enn fremur hafa sumar millifærslurnar verið framkvæmdar í tölvum í útlöndum, þar sem IP-tölurnar, sem eru nokkurs konar kennitala tölvunnar, eru erlendar. Í öðrum tilvikum hefur verið um íslenskar IP-tölur að ræða. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós tengsl milli mála, þar sem grunur leikur á að sömu þjófarnir hafi verið að verki í sjö tilvikum. Í þeim voru umtalsverðar fjárhæðir millifærðar af reikningum fólks og peningarnir settir inn á reikninga manna sem allir áttu það sameiginlegt að hafa komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Rannsókn lögreglunnar hefur einnig leitt í ljós að fjárhæðir voru millifærðar frá tölvum með erlendar IP-tölur inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi, sem síðar tóku þær út og sentu til útlanda með peningaflutningafyrirtækinu Western Union. Í þeim tilvikum leikur grunur á að um peningaþvætti hafi verið að ræða. Rannsókn lögreglu á þessum málum er á lokastigi. Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nær tuttugu milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum fólks hér á landi að undanförnu. Í öllum tilvikum hafa þjófarnir farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært af reikningum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú fjögur umfangsmikil mál þar sem slík rán hafa verið framin. Í sumum málanna er um fleiri en eina millifærslu að ræða. Enn fremur hafa sumar millifærslurnar verið framkvæmdar í tölvum í útlöndum, þar sem IP-tölurnar, sem eru nokkurs konar kennitala tölvunnar, eru erlendar. Í öðrum tilvikum hefur verið um íslenskar IP-tölur að ræða. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós tengsl milli mála, þar sem grunur leikur á að sömu þjófarnir hafi verið að verki í sjö tilvikum. Í þeim voru umtalsverðar fjárhæðir millifærðar af reikningum fólks og peningarnir settir inn á reikninga manna sem allir áttu það sameiginlegt að hafa komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Rannsókn lögreglunnar hefur einnig leitt í ljós að fjárhæðir voru millifærðar frá tölvum með erlendar IP-tölur inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi, sem síðar tóku þær út og sentu til útlanda með peningaflutningafyrirtækinu Western Union. Í þeim tilvikum leikur grunur á að um peningaþvætti hafi verið að ræða. Rannsókn lögreglu á þessum málum er á lokastigi.
Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira