Milljónir yfirfærðar af bankareikningum 20. júlí 2006 07:00 Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum. Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Fjögur umfangsmikil fjársvikamál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Í öllum tilvikum er um að ræða þjófnaði af bankareikningum fólks, þar sem þjófarnir hafa farið án heimildar inn í heimabanka viðkomandi og millifært fjármuni út af reikningum þeirra. Í þremur af þessum málum eru fleiri tilvik en eitt og um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fyrsta málið af þessum fjórum er þannig vaxið að í október 2005 voru millifærðar fjárhæðir út af reikningum í bönkum hér. Það var gert frá erlendum IP-tölum, sem þýðir að tölvurnar erlendis voru notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar inn á reikninga tveggja einstaklinga hér á landi. Þeir tóku síðan peningana út og sendu þá með peningaflutningafyrirtækinu Western Union til eins af Eystrasaltslöndunum. Er talið að þeir erlendu einstaklingar sem fóru án heimildar inn í heimabankana hafi haft samband við mennina tvo hér til að geta notað reikninga þeirra, þannig að um eins konar peningaþvætti hafi verið að ræða. Öðrum mannanna hafði verið boðið starf við peningaflutninga gegn þóknun. Hinn maðurinn gaf þær skýringar að hafa ætlað að stofna netsölufyrirtæki og tjáðu erlendu aðilarnir honum að lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikning hans, um lán fyrir vörukaupum væri að ræða. Um mánaðamótin nóvember-desember 2005 kom næsta þjófnaðarmál upp. Þá var millifært úr heimabönkum frá íslenskri IP-tölu yfir á reikninga manna sem komið höfðu við sögu lögreglu. Slíkar færslur voru gerðar í sex tilvikum og þar reyndist einnig vera um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að í öllum tilvikunum áttu millifærslurnar sér stað í gegnum opna þráðlausa beina sem víða eru staðsettir. Þriðja málið kom upp í mars á þessu ári. Þá var færð frá íslenskri IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka, einnig inn á reikning einstaklings sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tengsl milli tveggja síðustu málanna og leikur grunur á að sömu þjófar hafi verið að verki. Síðasta málið kom upp nýlega, en þá voru notuð SMS-skilaboð til fólks um að það hefði verið skráð á sérstaka stefnumótasíðu og yrði að skrá sig út af henni, ella yrði viðkomandi að borga tiltekna upphæð. Um leið og viðkomandi afskráði sig af umræddri stefnumótasíðu komst vírus í tölvuna sem safnaði saman nauðsynlegum upplýsingum um hvernig þjófarnir kæmust inn á heimabanka viðkomandi og síðan voru fjárhæðir millifærðar á bankareikninga erlendis. Tvö tilvik í þessu máli hafa verið kærð til lögreglu og mun henni kunnugt um tvö til víðbótar. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér nema upphæðir í öllum þessum fjársvikamálum nær tuttugu milljónum króna. Lögreglan hvetur fólk enn sem fyrr til að láta yfirfara varnarbúnað í tölvum sínum og fylgjast með heimabankafærslum.
Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira