Gengi bréfa í Rosneft undir væntingum 19. júlí 2006 15:22 Míkhaíl Khodorkovskí, fyrrum stofnandi og forstjóri olíurisans Yukos, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu vegna skattsvika fyrirtækisins. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira