Ökumaður sendibíls slasaðist lítillega þegar bifreiðin sem hann ók og vörubifreið skullu saman á Reykjanesbrautinni á níunda tímanum í gærmorgun.
Vegfarandi olli slysinu þegar hann gekk út á akbrautina með þeim afleiðingum að vörubifreið sem ók í átt að honum snarhemlaði. Við það sveigði vörubíll sem ók á eftir fram hjá flutningabifreiðinni og lenti framan á sendibíl sem kom úr gagnstæðri átt.
Beita þurfti klippum til að ná manninum úr sendibílnum og var hann fluttur til aðhlynningar á slysadeild. Að sögn læknis eru meiðsli hans minniháttar.