Heimsmarkaðsverð á olíu fór enn á ný í sögulegt hámark á helstu mörkuðum þegar það rauf 78 Bandaríkjadala múrinn í dag. Loftárásir Ísraelshers á Líbanon í gær eru helstu ástæður hækkunarinnar og óttast menn að verðið eigi enn eftir að hækka.
Loftárásirnar höfðu áhrif á fleiri þætti en olíuverð. Gengi hlutabréfa lækkaði sömuleiðis vegna ótta um yfirvofandi olíuverðshækkanir og er búist við að áhyggjurnar skili sér í lækkunum á helstu hlutabréfamörkuðum í dag.
Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 1,34 dali á mrökuðum í Asíu og fór í 78,03 dali á tunnu, sem er metverð.
Fjármálasérfræðingar óttast að verðið geti farið enn hærra, jafnvel yfir 80 dali á tunnu.