Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót 14. júlí 2006 03:30 Söluhugleiðingar borgarinnar endurvaktar. Ekki var tímabært að selja Landsvirkjun á tímum R-listans vegna ósamstöðu. Hún er ekki lengur til staðar, segir Alfreð Þorsteinsson. Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum. Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum.
Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir