Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót 14. júlí 2006 03:30 Söluhugleiðingar borgarinnar endurvaktar. Ekki var tímabært að selja Landsvirkjun á tímum R-listans vegna ósamstöðu. Hún er ekki lengur til staðar, segir Alfreð Þorsteinsson. Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum. Innlent Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum.
Innlent Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira