Sagðist nota etanól í bakstra við bakverk 13. júlí 2006 07:00 Fyrir dómara. Litháinn sem handtekinn var í Leifsstöð 4. febrúar kom fyrir dómara í héraðsdómi í gær. MYND/Stefán Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök. Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök.
Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira