Sagðist nota etanól í bakstra við bakverk 13. júlí 2006 07:00 Fyrir dómara. Litháinn sem handtekinn var í Leifsstöð 4. febrúar kom fyrir dómara í héraðsdómi í gær. MYND/Stefán Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök. Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Tæplega fertugur Lithái má búast við rúmum tveggja ára fangelsisdómi, verði hann sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rétt um 1,8 kílóum af fljótandi amfetamíni í tveimur hvítvínsflöskum. Ákæruvaldið krefst þess einnig að 44 ára Lithái, sem er búsettur hér á landi, verði sakfelldur. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum hér á landi. Þeir neita báðir sök. Jakob Kristinsson lyfjafræðingur vitnaði í málinu í gær og sagði að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi formi áður. Efnið væri mjög hreint, eða 77 prósent í annarri flöskunni og 89 prósent í hinni. Hann teldi að hægt væri að taka það í fljótandi formi þótt hætta væri á ofneyslu. Auk brennisteinssýru væri hægt að nota etanól til að koma amfetamíninu í fast form. Sá sem náðist með flöskurnar sagði fyrir réttinum að hann hefði haldið að áfengi væri í þeim. Hann staðfesti að hann hefði einnig komið með tvær flöskur í desember og afhent þær þá hinum ákærða í málinu. Hann hefði ekki vitað hver ætti að fá flöskurnar í síðari ferðinni, en fengið boð um að þær yrðu sóttar á gististað hans. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins sem búsettur er hér, sagði að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna neitt á skjólstæðing sinn: Í kenningum lögreglunnar er ekki heil brú. Sveinn krafðist sýknu, en lögreglan komst á spor skjólstæðings Sveins, þar sem hann hafði greitt far hins frá landinu í desember með kreditkorti. Við húsleit á heimili skjólstæðings Sveins fann lögreglan uppskrift af amfetamíni í föstu formi og etanól, ásamt tveimur e-töflum. Uppskriftina sagðist sá ákærði hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað að væri fyrir amfetamínframleiðslu. Etanólið sagðist hann nota í bakstra við bakverkjum og töflurnar sagðist hann hafa fundið á gólfi skemmtistaðar, tekið upp og gleymt. Hann hefði borgað farið fyrir félaga sinn af greiðasemi þar sem hann ætti krítarkort og gæti því fengið hagstæðara verð á netinu. Hann hefði fengið endurgreitt í peningum. Ákæruvaldið telur að óþekktur vitorðsmaður í Litháen hafi starfað með ákærðu mönnunum. Lögreglan fann hann ekki. Hún fann heldur aldrei þá menn sem hinir ákærðu nefndu til sögunnar við vitnaleiðslur og taldi það ekki reynandi. Það gagnrýndu verjendurnir en Daði Kristjánsson, fulltrúi ákæruvaldsins, sagði að óglögg göng ættu ekki að fría mennina sök.
Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir