Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu 12. júlí 2006 07:15 Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira