Aðgreining bók- og starfsnáms afnumin 12. júlí 2006 07:00 tækifæri Hugmyndin um breyttan framhaldsskóla býður upp á fjölmörg tækifæri. Ungt fólk mun væntanlega hafa úr nýjum spennandi námsleiðum að velja innan skamms. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo." Innlent Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo."
Innlent Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“