Aðgreining bók- og starfsnáms afnumin 12. júlí 2006 07:00 tækifæri Hugmyndin um breyttan framhaldsskóla býður upp á fjölmörg tækifæri. Ungt fólk mun væntanlega hafa úr nýjum spennandi námsleiðum að velja innan skamms. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo." Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo."
Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira