Hækkun íbúðaverðs eykur greiðslubyrði 11. júlí 2006 07:30 Guðlaugur Stefánsson Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann. Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann.
Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira