Alliance hús verði ekki rifið 11. júlí 2006 07:45 alliance húsið Húsafriðunarnefnd vill að horfið verði frá áætlunum um að rífa húsið. fréttablaðið/heiða Svokallað Alliance hús sem stendur á Ellingsen reitnum við Mýrargötu, á að rífa ásamt öðrum húsum sem þar standa samkvæmt deiliskipulagi. Þar á að rísa sjö hæða íbúðablokk en Húsafriðunarnefnd leggst gegn niðurrifi hússins. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt er formaður nefndarinnar og segir hann mikil menningarsöguleg verðmæti fara forgörðum ef húsið verður rifið. "Þetta hús hefur mikið varðveislugildi, bæði byggingarlist þess og tenging þess við atvinnusögu Reykjavíkur," segir Þorsteinn. "Við viljum eindregið koma þeim skoðunum á framfæri svo að horfið verði frá niðurrifi þess." Fyrirhugaður er fundur með borgarstjóra á miðvikudaginn vegna málsins og kveðst Þorsteinn hæfilega bjartsýnn. "Ég vona að borgarstjóri hlusti á okkar sjónarmið og taki mark á þeim," segir Þorsteinn. Ekki náðist í borgarstjóra vegna málsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, hún vildi kynna sér það betur. Húsið var byggt árin 1924 til 1925 og dregur nafn sitt af útgerðarfyrirtæki Thors Jensen, Alliance, sem þar var til húsa. Húsið er að sögn borgarminjavarðar á meðal síðustu minja um saltfiskvinnslu í Reykjavík. Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Svokallað Alliance hús sem stendur á Ellingsen reitnum við Mýrargötu, á að rífa ásamt öðrum húsum sem þar standa samkvæmt deiliskipulagi. Þar á að rísa sjö hæða íbúðablokk en Húsafriðunarnefnd leggst gegn niðurrifi hússins. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt er formaður nefndarinnar og segir hann mikil menningarsöguleg verðmæti fara forgörðum ef húsið verður rifið. "Þetta hús hefur mikið varðveislugildi, bæði byggingarlist þess og tenging þess við atvinnusögu Reykjavíkur," segir Þorsteinn. "Við viljum eindregið koma þeim skoðunum á framfæri svo að horfið verði frá niðurrifi þess." Fyrirhugaður er fundur með borgarstjóra á miðvikudaginn vegna málsins og kveðst Þorsteinn hæfilega bjartsýnn. "Ég vona að borgarstjóri hlusti á okkar sjónarmið og taki mark á þeim," segir Þorsteinn. Ekki náðist í borgarstjóra vegna málsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, hún vildi kynna sér það betur. Húsið var byggt árin 1924 til 1925 og dregur nafn sitt af útgerðarfyrirtæki Thors Jensen, Alliance, sem þar var til húsa. Húsið er að sögn borgarminjavarðar á meðal síðustu minja um saltfiskvinnslu í Reykjavík.
Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir