Annir í embætti 11. júlí 2006 07:00 Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum. Á mánudag í síðustu viku var hann í Boston og hélt þar ræðu á alþjóðlegu þingi Lionsmanna. Daginn eftir var hann kominn til Íslands til að taka á móti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Daginn þar á eftir ræddi hann meðal annars við Bjarna Tryggvason geimfara og á fimmtudag hófst opinber heimsókn Grikklandsforseta hingað til lands og stóð hún fram á föstudag. Á laugardag var Ólafur Ragnar kominn til Siglufjarðar til að opna Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og nú er hann aftur kominn til Bandaríkjanna til að borða með Bandaríkjaforseta. Oft í Bandaríkjunum Annars eru Bandaríkin tíður viðkomustaður forseta Íslands. Á þessu ári eru heimsóknir hans þangað orðnar tvær og árið aðeins rétt rúmlega hálfnað. Á síðasta ári fór Ólafur Ragnar fimm sinnum til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum en árið þar áður voru heimsóknirnar tvær. Árin 2003 og 2 fór hann þrívegis hvort ár til Bandaríkjanna, einu sinni 2001 en tvisvar árið 2000. Bannað að reykja Frá og með 1. október verða reykingar alfarið bannaðar á sjúkrahúsinu á Akureyri – sem raunar heitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsfólki hefur verið meinað að reykja á spítalanum í áratug og nú á að ganga skrefi lengra og taka fyrir reykingar sjúklinga sem fram til þessa hafa mátt reykja í þar til gerðum herbergjum. Ekki er nóg með að bannað verði að reykja innan veggja spítalans heldur nær reykingabannið einnig til lóðar hans. Sjúklingum á Landspítalanum – sem raunar heitir Landspítali - háskólasjúkrahús – er heimilt að reykja í sérstökum herbergjum en líkt og nyrðra eru reykingar starfsfólks bannaðar. Innlent Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum. Á mánudag í síðustu viku var hann í Boston og hélt þar ræðu á alþjóðlegu þingi Lionsmanna. Daginn eftir var hann kominn til Íslands til að taka á móti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Daginn þar á eftir ræddi hann meðal annars við Bjarna Tryggvason geimfara og á fimmtudag hófst opinber heimsókn Grikklandsforseta hingað til lands og stóð hún fram á föstudag. Á laugardag var Ólafur Ragnar kominn til Siglufjarðar til að opna Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og nú er hann aftur kominn til Bandaríkjanna til að borða með Bandaríkjaforseta. Oft í Bandaríkjunum Annars eru Bandaríkin tíður viðkomustaður forseta Íslands. Á þessu ári eru heimsóknir hans þangað orðnar tvær og árið aðeins rétt rúmlega hálfnað. Á síðasta ári fór Ólafur Ragnar fimm sinnum til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum en árið þar áður voru heimsóknirnar tvær. Árin 2003 og 2 fór hann þrívegis hvort ár til Bandaríkjanna, einu sinni 2001 en tvisvar árið 2000. Bannað að reykja Frá og með 1. október verða reykingar alfarið bannaðar á sjúkrahúsinu á Akureyri – sem raunar heitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsfólki hefur verið meinað að reykja á spítalanum í áratug og nú á að ganga skrefi lengra og taka fyrir reykingar sjúklinga sem fram til þessa hafa mátt reykja í þar til gerðum herbergjum. Ekki er nóg með að bannað verði að reykja innan veggja spítalans heldur nær reykingabannið einnig til lóðar hans. Sjúklingum á Landspítalanum – sem raunar heitir Landspítali - háskólasjúkrahús – er heimilt að reykja í sérstökum herbergjum en líkt og nyrðra eru reykingar starfsfólks bannaðar.
Innlent Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira