Veislunni að ljúka 9. júlí 2006 00:01 Í kvöld lýkur fótboltaveislu sem hófst fyrir réttum mánuði með þátttöku 32 landsliða og hundruðum milljóna áhorfenda um allan heim. Þegar þetta er skrifað, 63 leikjum og 141 marki síðar, liggur fyrir að það verða annað hvort Frakkar eða Ítalir sem hefja til himins á Ólympíuleikvanginum í Berlín eftirsóttasta verðlaunagrip fótboltaheimsins; gullstyttuna eftir ítalska myndhöggvarann Silvio Gazazniga sem sýnir nokkra leikmenn halda jörðinni yfir höfðum sér. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur séð um að matreiða veisluna inn á heimili landsmanna og hefur staðið sig hreint frábærlega í því hlutverki. Leikur Frakklands og Ítalíu í kvöld er 64. í röð beinna útsendinga stöðvarinnar og hafa þá allir leikir úrslitakeppni HM verið sýndir beint á Sýn eða Sýn Extra. Þetta er aðeins í annað sinn sem leikir Heimsmeistarakeppni er sýndir eins og þeir leggja sig í beinni útsendingu á Íslandi. Hitt skiptið var fyrir fjórum árum þegar Sýn og Stöð 2 léku sama leik. Fyrstu sautján daga keppninnar, þegar leikið var sem þéttast, var Sýn með óslitna HM dagskrá frá 12.30 til 22 dag hvern. Dagskrárgerðarfólk stöðvarinnar hefur fengið meira en hundrað gesti í sjónvarpssal til að ræða leikina og ýmsa fleti á keppninni. Þar hafa jafnvel skapast augnablik sem eru ekki síður minnisstæð en atburðirnir á fótboltavöllunum í Þýskalandi. Sérstaklega er eftirminnileg koma stuðningsmanna landsliðs Tógó, þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Þráins Bertelssonar, þar sem sá síðarnefndi skartaði hátíðarbúningi að tógóskum hætti og var auk þess með vúdúheillagrip um hálsinn. Hvorugt dugði að vísu þeirra liði til sigurs gegn sterku liði í Sviss, og þegar upp er staðið lifir heimsókn Össurar og Þráins lengur í minningunni en sjálfur leikurinn. Þá hefur þáttur þeirra Þorsteins Joð og Heimis Karlssonar, 4-4-2, verið afbragðs skemmtun og umfjöllun þeirra náð almennri skírskotun. Sérstaklega er Þorsteini lagið að fjalla um fótbolta á þann hátt að jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á íþróttinni, geta hrifist með. Sýningarréttur næstu heimsmeistarakeppni, sem fer fram í Suður-Afríku 2010, er í höndum Ríkissjónvarpsins og ljóst er að það verður ekki auðvelt hlutskipti að fara í fótboltaskó Sýnar. Ríkissjónvarpið er ekki í þeirri stöðu að geta lagt alla dagskrá sína undir einn viðburð eins og Sýn hefur gert, en að sama skapi eiga fótboltáhugamenn kröfu um að sjónvarpið sinni verkefninu af ekki síðri glæsibrag en sjónvarpsáhorfendur hafa orðið vitni að undanfarnar fjórar vikur. Fjögur ár eru til stefnu að leysa það mál. Þangað til segjum við takk fyrir okkur Sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í kvöld lýkur fótboltaveislu sem hófst fyrir réttum mánuði með þátttöku 32 landsliða og hundruðum milljóna áhorfenda um allan heim. Þegar þetta er skrifað, 63 leikjum og 141 marki síðar, liggur fyrir að það verða annað hvort Frakkar eða Ítalir sem hefja til himins á Ólympíuleikvanginum í Berlín eftirsóttasta verðlaunagrip fótboltaheimsins; gullstyttuna eftir ítalska myndhöggvarann Silvio Gazazniga sem sýnir nokkra leikmenn halda jörðinni yfir höfðum sér. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur séð um að matreiða veisluna inn á heimili landsmanna og hefur staðið sig hreint frábærlega í því hlutverki. Leikur Frakklands og Ítalíu í kvöld er 64. í röð beinna útsendinga stöðvarinnar og hafa þá allir leikir úrslitakeppni HM verið sýndir beint á Sýn eða Sýn Extra. Þetta er aðeins í annað sinn sem leikir Heimsmeistarakeppni er sýndir eins og þeir leggja sig í beinni útsendingu á Íslandi. Hitt skiptið var fyrir fjórum árum þegar Sýn og Stöð 2 léku sama leik. Fyrstu sautján daga keppninnar, þegar leikið var sem þéttast, var Sýn með óslitna HM dagskrá frá 12.30 til 22 dag hvern. Dagskrárgerðarfólk stöðvarinnar hefur fengið meira en hundrað gesti í sjónvarpssal til að ræða leikina og ýmsa fleti á keppninni. Þar hafa jafnvel skapast augnablik sem eru ekki síður minnisstæð en atburðirnir á fótboltavöllunum í Þýskalandi. Sérstaklega er eftirminnileg koma stuðningsmanna landsliðs Tógó, þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Þráins Bertelssonar, þar sem sá síðarnefndi skartaði hátíðarbúningi að tógóskum hætti og var auk þess með vúdúheillagrip um hálsinn. Hvorugt dugði að vísu þeirra liði til sigurs gegn sterku liði í Sviss, og þegar upp er staðið lifir heimsókn Össurar og Þráins lengur í minningunni en sjálfur leikurinn. Þá hefur þáttur þeirra Þorsteins Joð og Heimis Karlssonar, 4-4-2, verið afbragðs skemmtun og umfjöllun þeirra náð almennri skírskotun. Sérstaklega er Þorsteini lagið að fjalla um fótbolta á þann hátt að jafnvel þeir sem hafa engan áhuga á íþróttinni, geta hrifist með. Sýningarréttur næstu heimsmeistarakeppni, sem fer fram í Suður-Afríku 2010, er í höndum Ríkissjónvarpsins og ljóst er að það verður ekki auðvelt hlutskipti að fara í fótboltaskó Sýnar. Ríkissjónvarpið er ekki í þeirri stöðu að geta lagt alla dagskrá sína undir einn viðburð eins og Sýn hefur gert, en að sama skapi eiga fótboltáhugamenn kröfu um að sjónvarpið sinni verkefninu af ekki síðri glæsibrag en sjónvarpsáhorfendur hafa orðið vitni að undanfarnar fjórar vikur. Fjögur ár eru til stefnu að leysa það mál. Þangað til segjum við takk fyrir okkur Sýn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun