Að endurtaka leikinn 24. maí 2006 00:01 Þar til alveg nýlega voru alltaf erfiðir tímar á Íslandi. Ástandið var kannski ekki svo vont en útlitið var aldrei nema svart. Minningar um stjórnmálaumræðu áratugi aftur í tímann eru öðru fremur minningar um vanstillta og viðmiðalausa umræðu þar sem landráðabrigsl bættust ofaná umræðu um yfirvofandi efnahagslegt hrun. Þetta eru minningar um verðbólguholskeflur sem alltaf voru framundan, um flotann sem var í þann veginn að sigla í land, um óskaplega erfiðleika húsbyggjenda og yfirvofandi gjaldþrot heimilanna í landinu ef ekki yrði gripið í taumana fyrir næstu mánaðamót. Það höfðu flestir vinnu og þetta gekk allt saman en það blasti alltaf við skelfileg ógn og allir voru sammála um það eitt að sífellt þyrfti að grípa til úrræða svo ekki sigldi allt í strand. Þjóðin virtist föst á heljarþröm þann tíma sem það tók hana að verða ein hin ríkasta í heimi. Þetta andrúmsloft var auðvitað ekki frjór jarðvegur fyrir kyrrláta íhugun um hvernig hlynna mætti að mannfélaginu. Umræðan var alltaf í herkví vegna hengiflugsins framundan. Það bætti ekki úr skák að jafnvel í deilum um bæjarmál var oft stutt í brigsl um landráð og dylgjur um fylgispekt áhugamanna um setu í bæjarstjórnum við útlend myrkraöfl úti á ystu jöðrum stjórnmála. Nú er þetta breytt. Maður heyrir ekki orð um að Dagur Eggertsson ætli sér að leiða kommúnista til valda í höfuðstað Íslands né heldur að Villi Þ. ætli sérstaklega að greiða götu hernaðarkapítalista. Þetta eru raunverulegar framfarir. Við þessar aðstæður hefur skapast svigrúm til umræðna um dagvistun barna, menntun ungmenna, lýðræði í samfélaginu og skipulag byggðar. Menn geta lengi harmað þá furðulegu staðreynd að skipulag höfuðborgarsvæðisins er fyrst núna að komast á dagskrá en betra er líklega að fagna því að loksins virðast stóru málin í bæjarpólitík að komast í umræðu. Þótt sveiflurnar í efnahagslífinu séu dálítið stórkarlalegar þessi misserin og eðlilega megi finna fyrir vaxandi umræðu um hagstjórn í landinu verður heldur ekki sagt að landsmálin séu í þessari gamalkunnu herkví tilfinninga um hengiflug og holskeflur. Svigrúmið til að ræða hluti á öðrum forsendum en þeim hvað menn ætli að gera fyrir næstu mánaðamót til að afstýra þjóðarógæfu, eða þeim hvort menn styðji heimskommúnisma eða hernaðarkapítalisma hefur hins vegar ekki verð sérlega vel nýtt. Umræðan í landsmálum virðist enn heldur fábrotin, dálítið úrelt, stundum illa upplýst og oft snýst hún um tæknilega anga á einstökum málum frekar en um kjarna þeirra. Svo virðist líka sem spurningin um hversu hratt við komumst leiti enn um stund meira á menn en spurningin um hvert við erum að fara. Sjálfsagt er þetta öðrum þræði vegna þess að við erum enn á vertíð, nú fiskast, kannski gefur ekki á morgun. Við trúum tæpast að við getum ráðið því hvert við förum, við réðum svo litlu um það áður. Við erum enn í spennu og æsingi að reyna að koma okkur út úr fátæktinni. Menn í íslensku atvinnulífi hafa með sérlega eftirtektarverðum hætti sýnt þjóðinni framá að auðsköpun í samtíðinni felst alls ekki í því að gernýta landkosti eins og gerðist á 19. öld. Þetta var fólki víðast á Vesturlöndum ljóst fyrir nokkuð löngu enda eiga flestar ríkustu þjóðir heimsins utan Norður-Ameríku það sameiginlegt að eiga lítið af auðlindum en mikið af þekkingu. Þessi nýja hugsun varð ekki til í íslenskum stjórnmálum heldur í íslensku atvinnulífi og stjórnmálaheimurinn virðist enn að hluta fastur í sínu fari. Nú eru menn farnir að nýta það svigrúm sem gafst þegar kalda stríðinu linnti í sveitarstjórnarmálum og ræða um efnislega hluti af þekkingu og alvöru. Í landsmálum eru útlend myrkraöfl að verulegu leyti komin af dagskrá og framleiðslan farin að skipuleggja sig sjálf. Þótt hagstjórnin hafi ekki beinlínis stuðlað að jafnvægi í efnahagsmálum þarf umræðan ekki öll að snúast um yfirvofandi vanda. Er ekki lag til að endurtaka leikinn í landsmálum og ræða svolítið betur hvert við viljum fara, hvað við viljum gera við landið okkar, hvernig við viljum mennta fólk til að takast á við gersamlega nýjar aðstæður í heiminum og hvernig við viljum haga okkur gagnvart öðrum í þessum nýja heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Þar til alveg nýlega voru alltaf erfiðir tímar á Íslandi. Ástandið var kannski ekki svo vont en útlitið var aldrei nema svart. Minningar um stjórnmálaumræðu áratugi aftur í tímann eru öðru fremur minningar um vanstillta og viðmiðalausa umræðu þar sem landráðabrigsl bættust ofaná umræðu um yfirvofandi efnahagslegt hrun. Þetta eru minningar um verðbólguholskeflur sem alltaf voru framundan, um flotann sem var í þann veginn að sigla í land, um óskaplega erfiðleika húsbyggjenda og yfirvofandi gjaldþrot heimilanna í landinu ef ekki yrði gripið í taumana fyrir næstu mánaðamót. Það höfðu flestir vinnu og þetta gekk allt saman en það blasti alltaf við skelfileg ógn og allir voru sammála um það eitt að sífellt þyrfti að grípa til úrræða svo ekki sigldi allt í strand. Þjóðin virtist föst á heljarþröm þann tíma sem það tók hana að verða ein hin ríkasta í heimi. Þetta andrúmsloft var auðvitað ekki frjór jarðvegur fyrir kyrrláta íhugun um hvernig hlynna mætti að mannfélaginu. Umræðan var alltaf í herkví vegna hengiflugsins framundan. Það bætti ekki úr skák að jafnvel í deilum um bæjarmál var oft stutt í brigsl um landráð og dylgjur um fylgispekt áhugamanna um setu í bæjarstjórnum við útlend myrkraöfl úti á ystu jöðrum stjórnmála. Nú er þetta breytt. Maður heyrir ekki orð um að Dagur Eggertsson ætli sér að leiða kommúnista til valda í höfuðstað Íslands né heldur að Villi Þ. ætli sérstaklega að greiða götu hernaðarkapítalista. Þetta eru raunverulegar framfarir. Við þessar aðstæður hefur skapast svigrúm til umræðna um dagvistun barna, menntun ungmenna, lýðræði í samfélaginu og skipulag byggðar. Menn geta lengi harmað þá furðulegu staðreynd að skipulag höfuðborgarsvæðisins er fyrst núna að komast á dagskrá en betra er líklega að fagna því að loksins virðast stóru málin í bæjarpólitík að komast í umræðu. Þótt sveiflurnar í efnahagslífinu séu dálítið stórkarlalegar þessi misserin og eðlilega megi finna fyrir vaxandi umræðu um hagstjórn í landinu verður heldur ekki sagt að landsmálin séu í þessari gamalkunnu herkví tilfinninga um hengiflug og holskeflur. Svigrúmið til að ræða hluti á öðrum forsendum en þeim hvað menn ætli að gera fyrir næstu mánaðamót til að afstýra þjóðarógæfu, eða þeim hvort menn styðji heimskommúnisma eða hernaðarkapítalisma hefur hins vegar ekki verð sérlega vel nýtt. Umræðan í landsmálum virðist enn heldur fábrotin, dálítið úrelt, stundum illa upplýst og oft snýst hún um tæknilega anga á einstökum málum frekar en um kjarna þeirra. Svo virðist líka sem spurningin um hversu hratt við komumst leiti enn um stund meira á menn en spurningin um hvert við erum að fara. Sjálfsagt er þetta öðrum þræði vegna þess að við erum enn á vertíð, nú fiskast, kannski gefur ekki á morgun. Við trúum tæpast að við getum ráðið því hvert við förum, við réðum svo litlu um það áður. Við erum enn í spennu og æsingi að reyna að koma okkur út úr fátæktinni. Menn í íslensku atvinnulífi hafa með sérlega eftirtektarverðum hætti sýnt þjóðinni framá að auðsköpun í samtíðinni felst alls ekki í því að gernýta landkosti eins og gerðist á 19. öld. Þetta var fólki víðast á Vesturlöndum ljóst fyrir nokkuð löngu enda eiga flestar ríkustu þjóðir heimsins utan Norður-Ameríku það sameiginlegt að eiga lítið af auðlindum en mikið af þekkingu. Þessi nýja hugsun varð ekki til í íslenskum stjórnmálum heldur í íslensku atvinnulífi og stjórnmálaheimurinn virðist enn að hluta fastur í sínu fari. Nú eru menn farnir að nýta það svigrúm sem gafst þegar kalda stríðinu linnti í sveitarstjórnarmálum og ræða um efnislega hluti af þekkingu og alvöru. Í landsmálum eru útlend myrkraöfl að verulegu leyti komin af dagskrá og framleiðslan farin að skipuleggja sig sjálf. Þótt hagstjórnin hafi ekki beinlínis stuðlað að jafnvægi í efnahagsmálum þarf umræðan ekki öll að snúast um yfirvofandi vanda. Er ekki lag til að endurtaka leikinn í landsmálum og ræða svolítið betur hvert við viljum fara, hvað við viljum gera við landið okkar, hvernig við viljum mennta fólk til að takast á við gersamlega nýjar aðstæður í heiminum og hvernig við viljum haga okkur gagnvart öðrum í þessum nýja heimi.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun