Hrávöruverð í hæstu hæðum 19. apríl 2006 00:01 Gullstangir. Gull, silfur og kopar hækka. Verð á helstu góðmálmum hefur sjaldan eða aldrei verið hærra. Verð á góðmálmum á borð við gull, kopar og silfur heldur áfram að hækka eins og olían. Únsan af gulli fór í 618 dali í gær og af silfri í 13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á hrávörumarkaði í New York síðan árið 1980 og leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna jafn hátt verð á silfri. Hækkun þessi er meðal annars rakin til óróleika í alþjóðamálum, eins og stöðunnar í Íran, og mats fjárfesta á að aukin verðbólga vegna hækkandi orkuverðs muni leiða til óvissu um efnahagsþróun í alþjóðahagkerfinu. Góðmálmar eru því taldir vera ákjósanleg verðbólguvörn um þessar mundir. Þá er ljóst að mikil eftirspurn er eftir góðmálmum frá Kína en hagkerfið þar óx um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Verð á kopar fór í sögulegt hámark í gær þegar verðið á tonni fór í 6.490 dali og hefur tvöfaldast á einu ári. Þá hefur verð á sinki hækkað um 150 prósent á sama tíma. Væntingar á koparmarkaði um minnkandi birgðastöðu hefur valdið verðhækkunum en Codelco, stærsti koparframleiðandi heims, hefur hafnað þeim sögusögnum að dregið hafi úr afköstum við framleiðslu vegna verkfalla námuverkamanna. Erlent Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á góðmálmum á borð við gull, kopar og silfur heldur áfram að hækka eins og olían. Únsan af gulli fór í 618 dali í gær og af silfri í 13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á hrávörumarkaði í New York síðan árið 1980 og leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna jafn hátt verð á silfri. Hækkun þessi er meðal annars rakin til óróleika í alþjóðamálum, eins og stöðunnar í Íran, og mats fjárfesta á að aukin verðbólga vegna hækkandi orkuverðs muni leiða til óvissu um efnahagsþróun í alþjóðahagkerfinu. Góðmálmar eru því taldir vera ákjósanleg verðbólguvörn um þessar mundir. Þá er ljóst að mikil eftirspurn er eftir góðmálmum frá Kína en hagkerfið þar óx um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Verð á kopar fór í sögulegt hámark í gær þegar verðið á tonni fór í 6.490 dali og hefur tvöfaldast á einu ári. Þá hefur verð á sinki hækkað um 150 prósent á sama tíma. Væntingar á koparmarkaði um minnkandi birgðastöðu hefur valdið verðhækkunum en Codelco, stærsti koparframleiðandi heims, hefur hafnað þeim sögusögnum að dregið hafi úr afköstum við framleiðslu vegna verkfalla námuverkamanna.
Erlent Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira