Áhöld um arðsemi 6. apríl 2006 00:01 Ein setning í pistli mínum hér í blaðinu fyrir þrem vikum fór fyrir brjóstið á vini mínum einum, sem er hlynntur stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Ég sagði: "Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna." Mig langar að gefnu tilefni að gera grein fyrir þessari skoðun. Ég er hvorki hlynntur né mótfallinn stóriðjustefnunni núna; ég er á báðum áttum vegna þess, að ég hef ekki aðgang að öllum þeim upplýsingum, sem ég þarf á að halda til að geta myndað mér skynsamlega skoðun á málinu. Það er vandinn. Byrjum á pólitík. Landsvirkjun er almenningseign. Stjórn fyrirtækisins er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna; jafnvel framkvæmdastjórinn er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ákvarðanir Landsvirkjunar eru því öðrum þræði pólitískar, ekki aðeins ákvarðanir um val milli ólíkra virkjunarkosta og önnur álitamál, sem eðlilegt er, að séu til lykta leidd á stjórnmálavettvangi, heldur einnig ýmis önnur mál, sem betur færi á að halda í hæfilegri fjarlægð frá stjórnmálamönnum. Af þessu leiðir ljósa hættu á því, að framsýnar arðsemiskröfur og einnig umhverfisviðmið þurfi að víkja fyrir skammsýnum stjórnmálasjónarmiðum. Hugmyndin um einkavæðingu Landsvirkjunar er sumpart sömu ættar og krafan um einkavæðingu bankanna, sem ég hreyfði fyrst í Morgunblaðinu 1987 og náði loks fram að ganga með sölu Búnaðarbankans og Landsbankans 2002, en þó ekki til fulls, því að stjórnarflokkarnir eiga eftir sem áður fulltrúa hvor í sínu bankaráði. Það er hægt að færa ýmis gild rök með og á móti einkavæðingu orkufyrirtækis á borð við Landsvirkjun, sem nýtir fallvötn í almannaeigu. Rökin gegn einkavæðingu vega þyngra í mínum huga, enda hafa Norðmenn og Svíar sama hátt á eignarhaldi sinna virkjunarfyrirtækja og við. Ein röksemdin fyrir einkavæðingu Landsvirkjunar er sú, að þá væri girt fyrir freistingu stjórnmálamanna til að fara of geyst í virkjunarmálum á kostnað landsins til að kaupa sér atkvæði. Umhverfisverndar- og einkavæðingarsinnar eiga því langa samleið. Þeir geta sagt sem svo: Það hljómar kunnuglega, að framkvæmdirnar fyrir austan séu byggðamál og þar að auki mesta hagsmunamál fjórðungsins um mjög langt skeið og svo framvegis, því að einmitt þannig töluðu atkvæðaveiðimenn á sínum tíma um laxeldi og refarækt á ríkisins vegum. Þannig tala þeir, þegar þeir ætla sér undir niðri að tapa - og tapa stórt. Landsvirkjun í einkaeign byði ekki þessari hættu heim, væri vel á málum haldið. Nú tala stjórnmálamenn um fleiri álver og virkjanir um allt land, mörg álver í senn: þessi málflutningur hljómar eins og eftirdrunur kröfunnar um skuttogara á hvert heimili í kosningabaráttunni 1983. Það er engin furða, að Ísland er skuldum vafið. Landsvirkjun hefði verið í lófa lagið að lægja öldurnar í kringum stóriðjustefnuna og draga úr efanum með því að leggja spilin á borðið: leggja fram arðsemisútreikninga, svo að áhugamenn utan fyrirtækisins - til dæmis alþingismenn - gætu lagt sjálfstætt mat á arðsemina fram í tímann í stað þess að þurfa að gizka í eyðurnar án þess að hafa fast land undir fótum. Þetta hefur Landsvirkjun ekki gert eins og lesandinn getur sannreynt með því að heimsækja vefsetur fyrirtækisins. Landsvirkjun kýs heldur, hvernig sem á því stendur, að leynd og myrkur hvíli yfir nokkrum mikilvægum þáttum málsins svo sem umsömdu orkuverði, sem nauðsynlegt er að vita, svo að hægt sé að reikna út væntanlega arðsemi eftir kúnstarinnar reglum. Landsvirkjun hefur að sönnu fengið málsmetandi utanaðkomandi sérfræðinga til að fara yfir dæmið eða einhverja þætti þess, en athuganir þeirra hafa samt ekki verið birtar almenningi. Þetta vinnulag skapar skiljanlega tortryggni og samrýmist ekki heldur höfuðreglu vísindalegra vinnubragða og góðrar stjórnsýslu, sem er þessi: menn leggja fram öll tiltæk gögn, svo að aðrir geti farið í saumana á þeim og sannreynt forsendurnar, greininguna og niðurstöðurnar, sem af þeim eru leiddar. Þannig og aðeins þannig komast menn á leiðarenda í vísindum. Landsvirkjun hefur öndvert þessari vinnureglu kosið að leggja tiltæk gögn ekki fram og sá með því móti tortryggni í stað þess að stuðla að sáttum. Þar er efinn. Þess vegna treysti ég mér ekki eins og sakir standa til að taka afstöðu með eða á móti stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Ein setning í pistli mínum hér í blaðinu fyrir þrem vikum fór fyrir brjóstið á vini mínum einum, sem er hlynntur stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Ég sagði: "Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna." Mig langar að gefnu tilefni að gera grein fyrir þessari skoðun. Ég er hvorki hlynntur né mótfallinn stóriðjustefnunni núna; ég er á báðum áttum vegna þess, að ég hef ekki aðgang að öllum þeim upplýsingum, sem ég þarf á að halda til að geta myndað mér skynsamlega skoðun á málinu. Það er vandinn. Byrjum á pólitík. Landsvirkjun er almenningseign. Stjórn fyrirtækisins er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna; jafnvel framkvæmdastjórinn er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ákvarðanir Landsvirkjunar eru því öðrum þræði pólitískar, ekki aðeins ákvarðanir um val milli ólíkra virkjunarkosta og önnur álitamál, sem eðlilegt er, að séu til lykta leidd á stjórnmálavettvangi, heldur einnig ýmis önnur mál, sem betur færi á að halda í hæfilegri fjarlægð frá stjórnmálamönnum. Af þessu leiðir ljósa hættu á því, að framsýnar arðsemiskröfur og einnig umhverfisviðmið þurfi að víkja fyrir skammsýnum stjórnmálasjónarmiðum. Hugmyndin um einkavæðingu Landsvirkjunar er sumpart sömu ættar og krafan um einkavæðingu bankanna, sem ég hreyfði fyrst í Morgunblaðinu 1987 og náði loks fram að ganga með sölu Búnaðarbankans og Landsbankans 2002, en þó ekki til fulls, því að stjórnarflokkarnir eiga eftir sem áður fulltrúa hvor í sínu bankaráði. Það er hægt að færa ýmis gild rök með og á móti einkavæðingu orkufyrirtækis á borð við Landsvirkjun, sem nýtir fallvötn í almannaeigu. Rökin gegn einkavæðingu vega þyngra í mínum huga, enda hafa Norðmenn og Svíar sama hátt á eignarhaldi sinna virkjunarfyrirtækja og við. Ein röksemdin fyrir einkavæðingu Landsvirkjunar er sú, að þá væri girt fyrir freistingu stjórnmálamanna til að fara of geyst í virkjunarmálum á kostnað landsins til að kaupa sér atkvæði. Umhverfisverndar- og einkavæðingarsinnar eiga því langa samleið. Þeir geta sagt sem svo: Það hljómar kunnuglega, að framkvæmdirnar fyrir austan séu byggðamál og þar að auki mesta hagsmunamál fjórðungsins um mjög langt skeið og svo framvegis, því að einmitt þannig töluðu atkvæðaveiðimenn á sínum tíma um laxeldi og refarækt á ríkisins vegum. Þannig tala þeir, þegar þeir ætla sér undir niðri að tapa - og tapa stórt. Landsvirkjun í einkaeign byði ekki þessari hættu heim, væri vel á málum haldið. Nú tala stjórnmálamenn um fleiri álver og virkjanir um allt land, mörg álver í senn: þessi málflutningur hljómar eins og eftirdrunur kröfunnar um skuttogara á hvert heimili í kosningabaráttunni 1983. Það er engin furða, að Ísland er skuldum vafið. Landsvirkjun hefði verið í lófa lagið að lægja öldurnar í kringum stóriðjustefnuna og draga úr efanum með því að leggja spilin á borðið: leggja fram arðsemisútreikninga, svo að áhugamenn utan fyrirtækisins - til dæmis alþingismenn - gætu lagt sjálfstætt mat á arðsemina fram í tímann í stað þess að þurfa að gizka í eyðurnar án þess að hafa fast land undir fótum. Þetta hefur Landsvirkjun ekki gert eins og lesandinn getur sannreynt með því að heimsækja vefsetur fyrirtækisins. Landsvirkjun kýs heldur, hvernig sem á því stendur, að leynd og myrkur hvíli yfir nokkrum mikilvægum þáttum málsins svo sem umsömdu orkuverði, sem nauðsynlegt er að vita, svo að hægt sé að reikna út væntanlega arðsemi eftir kúnstarinnar reglum. Landsvirkjun hefur að sönnu fengið málsmetandi utanaðkomandi sérfræðinga til að fara yfir dæmið eða einhverja þætti þess, en athuganir þeirra hafa samt ekki verið birtar almenningi. Þetta vinnulag skapar skiljanlega tortryggni og samrýmist ekki heldur höfuðreglu vísindalegra vinnubragða og góðrar stjórnsýslu, sem er þessi: menn leggja fram öll tiltæk gögn, svo að aðrir geti farið í saumana á þeim og sannreynt forsendurnar, greininguna og niðurstöðurnar, sem af þeim eru leiddar. Þannig og aðeins þannig komast menn á leiðarenda í vísindum. Landsvirkjun hefur öndvert þessari vinnureglu kosið að leggja tiltæk gögn ekki fram og sá með því móti tortryggni í stað þess að stuðla að sáttum. Þar er efinn. Þess vegna treysti ég mér ekki eins og sakir standa til að taka afstöðu með eða á móti stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun