Fólk vill alltaf sjá fólk 22. mars 2006 07:00 Friðrik Örn. Ljósmyndasýning hans hefur heldur betur slegið í gegn og er nánast slegist um myndirnar hans. Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested 10.000 hefur heldur betur slegið í gegn hjá höfuðborgarbúum en fullt hefur verið út úr húsi síðustu helgar. Myndirnar hafa nánast verið rifnar út og hafði ljósmyndarinn ekki tölu hversu margar hefðu verið seldar. Þetta eru í kringum hundrað verk og ég held að sjötíu hafi verið seldar, útskýrir Friðrik en hann var nýkominn heim úr vikuferð af Snæfellsnesi þar sem hann er að undirbúa ævintýralega listasýningu í tilefni af hundrað ára afmæli viðveru Jules Verne. Friðrik var að sjálfsögðu í skýjunum yfir viðtökunum en opnunin sló aðsóknarmet og annað met var slegið á Safnarnótt. Hann þakkaði öflugu kynningarstarfi að einhverju leyti vinsældirnar en bætti við að efnistökin væru frekar víð. Þetta er ferðalag í tíma og rými og það er alltaf gott að hafa sinn persónulega blæ, segir hann og bætir við að fólk hafi líka alltaf gaman af því að skoða annað fólk. Verðið á myndunum hefur einnig vakið athygli en hver mynd kostar tíu þúsund krónur með ramma og öllu. Ég vildi bara að fólk eignaðist myndirnar mínar, útskýrir hann. Aðstaða ljósmyndara hefur stórbatnað eftir að þeir fengu sitt eigið aðsetur í sal fyrir ofan Borgarbókasafnið. Ljósmyndin hefur aldrei verið jafn vinsæl því fólk er með myndavélarnar út um allt og mér fannst því tilvalið að kynna enn frekar þessar tækifærismyndir, segir hann. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested 10.000 hefur heldur betur slegið í gegn hjá höfuðborgarbúum en fullt hefur verið út úr húsi síðustu helgar. Myndirnar hafa nánast verið rifnar út og hafði ljósmyndarinn ekki tölu hversu margar hefðu verið seldar. Þetta eru í kringum hundrað verk og ég held að sjötíu hafi verið seldar, útskýrir Friðrik en hann var nýkominn heim úr vikuferð af Snæfellsnesi þar sem hann er að undirbúa ævintýralega listasýningu í tilefni af hundrað ára afmæli viðveru Jules Verne. Friðrik var að sjálfsögðu í skýjunum yfir viðtökunum en opnunin sló aðsóknarmet og annað met var slegið á Safnarnótt. Hann þakkaði öflugu kynningarstarfi að einhverju leyti vinsældirnar en bætti við að efnistökin væru frekar víð. Þetta er ferðalag í tíma og rými og það er alltaf gott að hafa sinn persónulega blæ, segir hann og bætir við að fólk hafi líka alltaf gaman af því að skoða annað fólk. Verðið á myndunum hefur einnig vakið athygli en hver mynd kostar tíu þúsund krónur með ramma og öllu. Ég vildi bara að fólk eignaðist myndirnar mínar, útskýrir hann. Aðstaða ljósmyndara hefur stórbatnað eftir að þeir fengu sitt eigið aðsetur í sal fyrir ofan Borgarbókasafnið. Ljósmyndin hefur aldrei verið jafn vinsæl því fólk er með myndavélarnar út um allt og mér fannst því tilvalið að kynna enn frekar þessar tækifærismyndir, segir hann.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira