Reynsla og þekking er dýrmæt 29. janúar 2006 00:29 Það er gaman að sjá að einn reyndast sendiherra Íslendinga, Ólafur Egilsson, skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Seltjarnarnesi. Ólafur verður sjötugur á þessu ári og lætur þess vegna af störfum í utanríkisþjónustunni eftir fjögurra áratuga feril. Því miður eru viðhorfin í þjóðfélaginu gagnvart fólki sem stendur á vegamótum starfsloka fyrir aldurs sakir ekki nógu uppörvandi. Annars vegar stafar það af æskudýrkun, sem fjölmiðlar kynda mjög undir, og hins vegar af gamaldags hugsun í þá veru, að þeir sem komnir eru á opinberan eftirlaunaaldur eigi að hafa hægt um sig og skyggja ekki á yngri kynslóðirnar. Í þessu ljósi má segja að ákvörðun Ólafs Egilssonar sé bæði djörf og lofsverð. Hún er djörf vegna þess að hún gengur gegn straumnum og lofsverð vegna þess að Ísland þarf á reynslu og þekkingu eldri kynslóða að halda ekkert síður en þori og kappsemi æskunnar. Alkunna er að meðalaldur fólks fer hækkandi og fleiri en áður eru heilsuhraustir á ellilífeyrisaldri. Efast má þess vegna um að reglan um starfslok við sjötíu ára aldur sé jafn skynsamleg og hún þótti þegar hún var upphaflega sett. En jafnvel þótt reglan fái að gilda á hún ekki að þurfa að merkja að starfsþátttöku viðkomandi fólks sé lokið og ekkert bíði þess nema iðjuleysi eða tilfallandi tómstundaiðkun. Viðhorfin í þjóðfélaginu þurfa að breytast í þá átt að sjálfsagt sé talið og æskilegt að eftirlaunafólk hasli sér völl í þjóðfélaginu þar sem lífsreynsla þess fær notið sín og óbugaðir kraftar fá áframhaldandi útrás. Einn vettvangur slíks, en alls ekki hinn eini, er stjórnmálaþátttaka. Þá er haft í huga að eftirlaunafólk skreyti ekki aðeins hin virðulegu neðstu sæti framboðslista flokkanna heldur bjóði sig fram í baráttusætin eins og Ólafur Egilsson gerir í bæjarmálapólitíkinni á Seltjarnarnesi. Fram hefur komið í fjölmiðlum að einn reyndasti stjórnmálamaður Íslendinga, Jón Baldvin Hannibalsson, útiloki ekki endurkomu í stjórnmálin, ef aðstæður bjóði upp á það. Hvar í flokki sem menn standa ættu þeir að fagna þessu. Athyglisvert er að umræður um þetta í þjóðfélaginu fara hins vegar fram í hálfkæringi. Það er frekar hent gaman að því frekar en að það sé rætt í alvöru að fólk sem er komið vel yfir miðjan aldur byrji stjórnmálaþátttöku eða snúi þangað aftur. Þetta er dapurlegt og verður að breytast. Besta leiðin til þess er að hinir eldri stígi ótrauðir fram, bjóði þjóðinni krafta sína og sýni hvað í þeim býr. Hermt er að Jóni Baldvin Hannibalssyni leiðist og finnist hann eingraður eftir að hann lét af embætti sendiherra og sneri heim. Þjóðinni ætti líka að leiðast þetta. Flokkur Jóns, Samfylkingin, ætti að sýna örlæti og eiga frumkvæði að því að bjóða honum í leikinn á ný. Vel má vera að hann mundi fyrst um sinn skyggja eitthvað á yngra fólkið en ávinningurinn fyrir flokkinn yrði áreiðanlega meiri. Við Íslendingar eigum að sönnu margt gott ungt fólk, syni og dætur, sem lætur hendur standa fram úr ermum og eflir atvinnulífið og mannlífið. En höfum við efni á því að dæma hundruð manna úr leik, burt úr hringiðu þjóðfélagsins, á ári hverju fyrir það eitt að viðkomandi hafa náð eftirlaunaaldri? Er það ekki sóun á miklum verðmætum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Það er gaman að sjá að einn reyndast sendiherra Íslendinga, Ólafur Egilsson, skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Seltjarnarnesi. Ólafur verður sjötugur á þessu ári og lætur þess vegna af störfum í utanríkisþjónustunni eftir fjögurra áratuga feril. Því miður eru viðhorfin í þjóðfélaginu gagnvart fólki sem stendur á vegamótum starfsloka fyrir aldurs sakir ekki nógu uppörvandi. Annars vegar stafar það af æskudýrkun, sem fjölmiðlar kynda mjög undir, og hins vegar af gamaldags hugsun í þá veru, að þeir sem komnir eru á opinberan eftirlaunaaldur eigi að hafa hægt um sig og skyggja ekki á yngri kynslóðirnar. Í þessu ljósi má segja að ákvörðun Ólafs Egilssonar sé bæði djörf og lofsverð. Hún er djörf vegna þess að hún gengur gegn straumnum og lofsverð vegna þess að Ísland þarf á reynslu og þekkingu eldri kynslóða að halda ekkert síður en þori og kappsemi æskunnar. Alkunna er að meðalaldur fólks fer hækkandi og fleiri en áður eru heilsuhraustir á ellilífeyrisaldri. Efast má þess vegna um að reglan um starfslok við sjötíu ára aldur sé jafn skynsamleg og hún þótti þegar hún var upphaflega sett. En jafnvel þótt reglan fái að gilda á hún ekki að þurfa að merkja að starfsþátttöku viðkomandi fólks sé lokið og ekkert bíði þess nema iðjuleysi eða tilfallandi tómstundaiðkun. Viðhorfin í þjóðfélaginu þurfa að breytast í þá átt að sjálfsagt sé talið og æskilegt að eftirlaunafólk hasli sér völl í þjóðfélaginu þar sem lífsreynsla þess fær notið sín og óbugaðir kraftar fá áframhaldandi útrás. Einn vettvangur slíks, en alls ekki hinn eini, er stjórnmálaþátttaka. Þá er haft í huga að eftirlaunafólk skreyti ekki aðeins hin virðulegu neðstu sæti framboðslista flokkanna heldur bjóði sig fram í baráttusætin eins og Ólafur Egilsson gerir í bæjarmálapólitíkinni á Seltjarnarnesi. Fram hefur komið í fjölmiðlum að einn reyndasti stjórnmálamaður Íslendinga, Jón Baldvin Hannibalsson, útiloki ekki endurkomu í stjórnmálin, ef aðstæður bjóði upp á það. Hvar í flokki sem menn standa ættu þeir að fagna þessu. Athyglisvert er að umræður um þetta í þjóðfélaginu fara hins vegar fram í hálfkæringi. Það er frekar hent gaman að því frekar en að það sé rætt í alvöru að fólk sem er komið vel yfir miðjan aldur byrji stjórnmálaþátttöku eða snúi þangað aftur. Þetta er dapurlegt og verður að breytast. Besta leiðin til þess er að hinir eldri stígi ótrauðir fram, bjóði þjóðinni krafta sína og sýni hvað í þeim býr. Hermt er að Jóni Baldvin Hannibalssyni leiðist og finnist hann eingraður eftir að hann lét af embætti sendiherra og sneri heim. Þjóðinni ætti líka að leiðast þetta. Flokkur Jóns, Samfylkingin, ætti að sýna örlæti og eiga frumkvæði að því að bjóða honum í leikinn á ný. Vel má vera að hann mundi fyrst um sinn skyggja eitthvað á yngra fólkið en ávinningurinn fyrir flokkinn yrði áreiðanlega meiri. Við Íslendingar eigum að sönnu margt gott ungt fólk, syni og dætur, sem lætur hendur standa fram úr ermum og eflir atvinnulífið og mannlífið. En höfum við efni á því að dæma hundruð manna úr leik, burt úr hringiðu þjóðfélagsins, á ári hverju fyrir það eitt að viðkomandi hafa náð eftirlaunaaldri? Er það ekki sóun á miklum verðmætum?