Amstur hálaunafólksins 6. janúar 2006 00:01 Launaamstur þeirra hæst launuðu, hvort heldur er hjá ríkinu eða einkafyrirtækjum, er ekki tekið út með sældinni. Þetta fólk þarf að vísu ekki að standa í verkföllum og missa kaup í margar vikur ásamt öðru veseni sem því fylgir eins og kennarablækur, en allir verða alltaf eða að minnstakosti mjög oft voða reiðir þegar fréttir berast af árangri þeirra í launabaráttunni. Núna byrjaði ballið rétt fyrir áramótin þegar fólkið sem skipar kjaradóm gerði ekki annað en skyldu sína, mældi og reiknaði og komst að þeirri niðurstöðu að launaþróunin í landinu er allt önnur en ráðamenn vilja vera láta. Þessi þróun lýsir sér í því að þeir sem hafa hátt kaup hafa hækkað meira í launum en þeir sem hafa lágt kaup og þess vegna eiga þeir sem starfa hjá ríkinu og hafa hátt kaup núna að fá meiri kauphækkanir en þeir sem starfa hjá ríkinu og fá lágt kaup. Þetta er vissulega svolítið flókið og næstum óskiljanlegt en svona er þetta nú samt og stingur vissulega í stúf við öll fyrirheitin um að hækka laun hinna lægstlaunuðu. Jæja, sumir urðu voða reiðir út í kjaradóm og ákváðu þess vegna að skrifa honum bréf. Kjaradómur ákveður laun æðstu embættismannanna en það heyrðist glögglega á forsætisráðherranum að dómurinn á ekki að kjafta frá því að misskiptingin í landinu er alltaf að verða meiri og meiri. Þess vegna átti kjaradómur víst að gera eitthvað annað en hann gerði. Svo forsætisráðherrann skrifaði kjaradómi bréf og bað þá lögskipuðu stofnun að hugsa sinn gang. Ekki er ótrúlegt að annar forsætisráðherra hefði kallað kjaradóm á teppið eins og tíðkast með rithöfunda sem ekki láta að stjórn, en sá núverandi hefur mýkri stæl. Það eru bara tvö ár síðan fólk náði ekki upp í nefið á sér vegna þess að ráðafólkið hóf lífeyrisréttindi sín upp í æðra veldi. Þá treystu menn sér til að taka slaginn og treystu því að það fennti í sporin. Þá var ekki við neinn kjaradóm að sakast heldur var jólapakkinn að öllu leyti heimatilbúinn og meira að segja með hjálp frá lykilmönnum í stjórnarandstöðunni. Ef ég man rétt fóru sumir úr stjórnarandstöðunni á fjöll, ég man eftir einum sem dvaldi stutt á heiðum en annar var lengi á fjöllum eða þangað til hann rankaði allt í einu við sér og var þá fyrir skrítna tilviljun til heimilis í sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi. Núna allt í einu, tveim árum seinna, er eins og ríkisstjórnin öll og jafnvel einhverjir fleiri hafi verið á fjöllum um árabil. Ég veit ekki hvort mér finnst kúnstugra viðbrögðin við kjaradómnum eða viðbrögðin við launamunstrinu og starfslokastroffinu hjá FL Group. Í fyrra tilfellinu misstu æðstu menn þjóðarinnar svoleiðis áttir að þeir héldu að þeir gætu sagt lögskipuðum dómi fyrir verkum með einu litlu letters-bréfi. Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður benti réttilega á að slíkt fordæmi hefði verið ógnvænlegt jafnvel þó allir hefðu orðið sammála sinnaskiptum kjaradóms, því næsta bréf hefði kannski ekki fallið eins vel í kramið hjá öllum. Í síðara tilfellinu er rétt að rifja upp að lífeyrisréttindalögin margumtöluðu færðu forsætisráðherra allt að 200 milljóna króna viðbót við allsæmileg lífeyrisréttindi sem sá eða sú er gegnir því embætti hafði fyrir. Forseti Alþýðusambandsins sagði réttilega að á almennum vinnumarkaði hefði þetta verið kallað starfslokasamningur. En nú á að kippa ýmsu í lag, nú verða skipaðar nefndir. Skipa á nefnd til að ákveða launakjör æðstu embættismanna. Sagt er að formaðurinn verði hinn ágætasti maður sem er allt í senn fyrrverandi forstöðumaður ríkisstofnunar, þingmaður, ráðherra og seðlabankastjóri. Eftirlaun hans munu því að hluta til a.m.k. ákvarðast af þeim tillögum sem nefndin mun leggja fram. Önnur nefnd á að fjalla um hátt verð á matvöru, sem forsætisráðherrann hefur allt í einu uppgötvað að er allhátt hér á landi, í þeirri nefnd verða fulltrúar ýmissa hópa en þó ekki neytenda, líklegast er álitið að matvöruverð komi þeim lítið við. Um áramótin 2004-2005 var skipuð nefnd til að fjalla um málefni fjölskyldunnar, mig minnir að hún hafi lagt til að íhugað verði að taka upp skólabúninga! Gleðilegt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Launaamstur þeirra hæst launuðu, hvort heldur er hjá ríkinu eða einkafyrirtækjum, er ekki tekið út með sældinni. Þetta fólk þarf að vísu ekki að standa í verkföllum og missa kaup í margar vikur ásamt öðru veseni sem því fylgir eins og kennarablækur, en allir verða alltaf eða að minnstakosti mjög oft voða reiðir þegar fréttir berast af árangri þeirra í launabaráttunni. Núna byrjaði ballið rétt fyrir áramótin þegar fólkið sem skipar kjaradóm gerði ekki annað en skyldu sína, mældi og reiknaði og komst að þeirri niðurstöðu að launaþróunin í landinu er allt önnur en ráðamenn vilja vera láta. Þessi þróun lýsir sér í því að þeir sem hafa hátt kaup hafa hækkað meira í launum en þeir sem hafa lágt kaup og þess vegna eiga þeir sem starfa hjá ríkinu og hafa hátt kaup núna að fá meiri kauphækkanir en þeir sem starfa hjá ríkinu og fá lágt kaup. Þetta er vissulega svolítið flókið og næstum óskiljanlegt en svona er þetta nú samt og stingur vissulega í stúf við öll fyrirheitin um að hækka laun hinna lægstlaunuðu. Jæja, sumir urðu voða reiðir út í kjaradóm og ákváðu þess vegna að skrifa honum bréf. Kjaradómur ákveður laun æðstu embættismannanna en það heyrðist glögglega á forsætisráðherranum að dómurinn á ekki að kjafta frá því að misskiptingin í landinu er alltaf að verða meiri og meiri. Þess vegna átti kjaradómur víst að gera eitthvað annað en hann gerði. Svo forsætisráðherrann skrifaði kjaradómi bréf og bað þá lögskipuðu stofnun að hugsa sinn gang. Ekki er ótrúlegt að annar forsætisráðherra hefði kallað kjaradóm á teppið eins og tíðkast með rithöfunda sem ekki láta að stjórn, en sá núverandi hefur mýkri stæl. Það eru bara tvö ár síðan fólk náði ekki upp í nefið á sér vegna þess að ráðafólkið hóf lífeyrisréttindi sín upp í æðra veldi. Þá treystu menn sér til að taka slaginn og treystu því að það fennti í sporin. Þá var ekki við neinn kjaradóm að sakast heldur var jólapakkinn að öllu leyti heimatilbúinn og meira að segja með hjálp frá lykilmönnum í stjórnarandstöðunni. Ef ég man rétt fóru sumir úr stjórnarandstöðunni á fjöll, ég man eftir einum sem dvaldi stutt á heiðum en annar var lengi á fjöllum eða þangað til hann rankaði allt í einu við sér og var þá fyrir skrítna tilviljun til heimilis í sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi. Núna allt í einu, tveim árum seinna, er eins og ríkisstjórnin öll og jafnvel einhverjir fleiri hafi verið á fjöllum um árabil. Ég veit ekki hvort mér finnst kúnstugra viðbrögðin við kjaradómnum eða viðbrögðin við launamunstrinu og starfslokastroffinu hjá FL Group. Í fyrra tilfellinu misstu æðstu menn þjóðarinnar svoleiðis áttir að þeir héldu að þeir gætu sagt lögskipuðum dómi fyrir verkum með einu litlu letters-bréfi. Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður benti réttilega á að slíkt fordæmi hefði verið ógnvænlegt jafnvel þó allir hefðu orðið sammála sinnaskiptum kjaradóms, því næsta bréf hefði kannski ekki fallið eins vel í kramið hjá öllum. Í síðara tilfellinu er rétt að rifja upp að lífeyrisréttindalögin margumtöluðu færðu forsætisráðherra allt að 200 milljóna króna viðbót við allsæmileg lífeyrisréttindi sem sá eða sú er gegnir því embætti hafði fyrir. Forseti Alþýðusambandsins sagði réttilega að á almennum vinnumarkaði hefði þetta verið kallað starfslokasamningur. En nú á að kippa ýmsu í lag, nú verða skipaðar nefndir. Skipa á nefnd til að ákveða launakjör æðstu embættismanna. Sagt er að formaðurinn verði hinn ágætasti maður sem er allt í senn fyrrverandi forstöðumaður ríkisstofnunar, þingmaður, ráðherra og seðlabankastjóri. Eftirlaun hans munu því að hluta til a.m.k. ákvarðast af þeim tillögum sem nefndin mun leggja fram. Önnur nefnd á að fjalla um hátt verð á matvöru, sem forsætisráðherrann hefur allt í einu uppgötvað að er allhátt hér á landi, í þeirri nefnd verða fulltrúar ýmissa hópa en þó ekki neytenda, líklegast er álitið að matvöruverð komi þeim lítið við. Um áramótin 2004-2005 var skipuð nefnd til að fjalla um málefni fjölskyldunnar, mig minnir að hún hafi lagt til að íhugað verði að taka upp skólabúninga! Gleðilegt ár.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun