Skyndileg hálkumyndun kom ökumönnum á Hafnarfjarðarvegi á óvart í gærkvöldi. Þrír árekstrar voru tilkynntir til lögreglu frá rúmlega níu í gærkvöldi til um klukkan ellefu. Engin meiðsl voru þó á fólki en eitthvert eignatjón.
Þá mátti lögreglan í Kópavogi hafa afskipti af einum ökumanni sem var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.