Þjófar brutust inn í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi og stálu þaðan meðal annars nýrri fartölvu. Þá barst tilkynning um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut á fimmta tímanum í nótt. Þar náðu þjófar að stela þremur nýjum fartölvum og komast undan áður en lögregla kom á vettvang. Þeirra er nú leitað. Líklegt er talið að innbrotin tengist fíkniefnaheiminum því fartölvur þykja góður gjaldmiðill á þeim vettvangi.
Innlent