Heimabankaþjófur aðeins milliliður 7. desember 2005 12:09 MYND/Pjetur Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira